Auglýsing

„Enginn rasismi á Íslandi.“

Blaðamaðurinn Terrence Chappell frá Jet Magazine ferðaðist nýverið til Íslands frá Bandaríkjunum. Terrence, sem er þeldökkur Bandaríkjamaður og ritstjóri síðunnar ChicagoPride.com, lýsti upplifun sinni í grein sem birtist á vefsíðu Jet Magazine í gær. Miðdepill greinarinnar er sá að sjötta skilningarvit Terrence, sem hann lýsir sem meðvitund sinni á rasisma, hafi veri með öllu óvirkt á meðan heimsókn hans stóð:

„Sem þeldökkur Bandaríkjamaður er þetta fyrrnefnda sjötta skilningarvit ávallt virkt. En á Íslandi, gat ég andað. Ég varð ekki var við neinn undirstraum rasisma meðal íslenska fólksins. Samtöl og samskipti við Íslendinga voru ekki gagnsýrð rasískum undirtónum. Þetta voru bara samtöl og samskipti. Þetta ,ferska loft’, ef svo má að orði komast, er til marks um eyðurnar í sögu Íslendinga.“

– Terrence Chappell

Í greininni lýsir hann rasisma sem fyrirbæri sem er skilyrt og samfélagslegt („conditional social construct“) og dregur hann jafnframt þá ályktun að hýrlegt viðmót innfæddra eigi líklegast rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að engin nýlendustefna hafi nokkurn tímann verið við lýði á Íslandi. Einnig nefnir hann ókreddubundna nálgun Íslendinga á kapítalisma sem mögulega skýringu á þessum skorti á rasisma. Í niðurlagi greinarinnar bætir Chappell því við að vitaskuld sé ósanngjarnt að bera saman Ísland og Bandaríkin:

„Ísland er eyja í miðju Atlantshafinu sem hefur ekki upplifað þungan straum innflytjenda, líkt og Bandaríkin. Innflytjendur spila óneitanlega stóra rullu í samskiptum kynþáttanna. Einnig eru Íslendingar einstaklega einsleitur hópur þar sem samskipti milli kynþátta eru sjaldgæf í samanburði við Bandaríkin. Ísland verður aldrei eins og Bandaríkin og Bandaríkin aldrei eins og Ísland. Hins vegar gefur saga þessara tveggja ríkja til kynna hvernig rasismi er búinn til eður ei. Þar sem sagan skapar nútímamynd þjóðar, þá er spurning hvort að rétta sögulega uppskriftin hafi ekki geta breytt samskiptum kynþáttanna í Bandaríkjunum.

– Terrence Chappell

Lesa má greinina í heild sinni hér: https://www.jetmag.com/talk-back-2/racism-iceland-c…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing