Auglýsing

„Rapp er sagnalist.“ – Tiny gefur út nýtt lag á Spotify („Óupplýst sakamál“)

SKE English

Tiny hefur löngum verið einn listugasti rappari landsins: hnyttinn rímnasmiður sem hefur, að mestu leyti, legið í dvala síðastliðin ár – að nokkrum strjálum útgáfum undanskildum – og gefið út, að meðaltali, eitt lag á ári (svo best sem við vitum):

2012: K2R (Halleluwah)
2014: Rock On (Quarashi)
2016: Chicago (Quarashi)
2017: Thought U Knew (Tiny)

Nú, hins vegar, eru önnur teikn á lofti, það er að segja ef eitthvað er að marka texta lagsins Óupplýst sakamál, sem rapparinn gaf út í gær (15. mars) á Spotify: 

Lífið er alltof stutt /
Tími að vakna upp /
Rífa þetta í gang, mar Vú! /
Nenni ekki hangsi, mar /
Ég er kominn á kreik /
Ætla mjólka þennan leik, mmm Ú / – Tiny

Án þess að lofsyngja Tiny um of þá er hér á ferðinni prýðisgott lag. Rapp, í sinni háleitustu mynd, er sagnalist; listform, líkt og literatúr, sem gerir hlustandanum kleift að upplifa tilfinningar listamannsins óblandaðar – jafnvel þó að himinn og haf aðskilji raunveruleika rapparans og áheyrandans. Að sama skapi má segja að öll bestu rapplögin eru sögur: Dear Mama, Juicy, The Message, 99 Problems, They Reminisce Over You, o.s.frv.

Með laginu Óupplýst sakamál sver Tiny sig í þá hefð, og er erfitt að skilja við lagið ósnortinn. 

Við vorum verstir á Vesturgötunni /
Bestir á þriðja (degi) á mestu vökunni /
Flestir fóru í glötun en ennþá rötum við /
Við eigum sögu, ég og þú, til fjögur og /
Þó nokkur leyndarmál /
Ég segi engum frá /
Sama hvað gengur á /
Veist að ég bakka þig upp /

Maður fyrirgefur rapparanum lítilvirkni sína, ef svo mætti að orði komast, undanfarin ár, ef seinvirknin sé til marks um aukna reynslu, þ.e.a.s. ef rapparinn hafi einfaldlega verið of upptekinn að safna í sarpinn til þess að semja. Líkt og bandaríski hugsjónamaðurinn Henry David Thoreau sagði forðum: „Það er tilgangslaust að sitjast niður til þess að skrifa ef maður hefur ekki staðið upp til þess að lifa.“ 

En þessi tenging er einmitt að finna í texta lagsins: 

Elsku, vinur, vaktu með mér lengur /
Virðist vera eini sem að tengir smá /
Sestu niður, þú ert góður drengur /
Eflaust hefur nóg að reynslu til að segja frá /
Opnum nýja flösku, nokkrir tímar muna engu /
Allt er seinna tíma vandamál /
Þangað til að sólin sest og rís upp /
Svona hljóma þessar bófavísur, já já já já /

Bravó.

(Líkt og áður hefur komið fram á SKE.is er sá orðrómur á kreiki að Tiny vinni nú að nýrri plötu.)

RTH

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing