Auglýsing

„Er Pepsi í lagi?“—Steve Carell, Cardi B og Lil Jon í nýrri Ofurskálarauglýsingu

Fréttir

Bandaríski rapparinn og taktsmiðurinn Lil Jon er hvað þekktastur fyrir einstaka túlkun sína á orðinu Okay. Enginn maður hefur ljáð orðinu jafn mikla þýðingu—og tekið sér orðið í munn af jafn mikilli innlifun og sannfæringu—eins og Jon. Það er beinlínis eins og að orðið öðlist aðra, og jafnvel andstæða, meiningu í framsetningu tónlistarmannsins. Þannig fer Okay úr því að þýða viðunandi og í það að merkja óviðjafnanlegur (sjá tóndæmi hér að neðan).

Í aðdraganda Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum hefur markaðsdeild Pepsi ákveðið að hagnýta sér þessa staðreynd og snúið upp á spurningu sem hefur löngum verið fleinn í holdi Pepsi-manna: „Er Pepsi í lagi?“  

Spurningunni, eins og flestir vita, er gjarnan kastað fram í afsökunartóni af afgreiðslufólki þegar viðskiptavinur biður um Coke—en aðeins Pepsi er í boði. 

Í auglýsingu sem Pepsi birti á Youtube-rás sinni í gær (sjá hér að ofan) hneykslast bandaríski leikarinn Steve Carell á framsetningu ungs þjóns á fyrrnefndri spurningu og hvetur hann til þess að bera fram orðið Okay af jafn miklum eldmóði og Lil Jon. Þá kemur rapparinn Cardi B einnig við sögu í auglýsingunni. 

Orðið Okay á rætur að rekja til 19. aldarinnar er það var della meðal ungra menntamanna í Boston að misrita skammstafanir: K.C. fyrir Knuff Ced (Enough Said) og K.Y. fyrir Kno Yuse (No Use). Engin önnur skammstöfun naut þó jafn mikilla vinsælda og O.K. fyrir Oll Korrect (All Correct). Líkt og fram kemur í heimildarmynd frá Vox var frasinn All Correct vinsæll í upphafi 19. aldarinn og þá til þess að gefa til kynna að allt væri í lagi. Skammstöfunarform frasans (O.K.) birtist í fyrsta skipti í prenti þann 23. mars árið 1839 í dagblaðinu The Boston Morning Post. Meira að segja áttundi forseti Bandaríkjanna, Martin Van Buren, tók upp skammstöfunina sem ákveðið slagorð þegar hann sóttist eftir endurkjöri árið 1840. Van Buren var frá Kindherkook, New York og var kallaður Old Kinderhook (O.K.) og vildu stuðningsfólk hans meina að hann væri í fínasta lagi, sumsé „O.K. is O.K. (Old Kinderhook is Oll Korrect)“. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing