Patrice Evra, leikmaður franska landsliðsins, gerði grín að Englendingum undir rós eftir 5-2 sigur franska landsliðsins á Íslandi í gær. Aðspurður um frammistöðu liðsins sagðist hann vera ánægðastur með það að franska liðið hafi borið virðingu fyrir Íslendingum – ólíkt sumum. Í myndbandi Daily Mail hér fyrir ofan hafa háðfuglar skeytt saman myndum af sorgmæddum Englendingum inn í viðtalið við Evra.
„Við berum mikla virðingu fyrir Íslendingum og þeir sigruðu … mörg lið.“
– Patrice Evra