Endrum og eins koma þannig dagar að manni langar helst til þess að hætta öllu því sem maður er að gera, keyra upp á flugvöll og leggja af stað í heimsreisu. Jonathan Quiñonez, fyrrverandi fyrirsæta frá Brussel, gerði akkúrat þetta. Hann sagði upp störfum og ákvað að fara í ferðalag um heiminn.
Móðir hans tók þessum áformum hans illa.
Til þess að fullvissa móður sína að hann væri óhultur tók hann upp á því að birta myndir af sér á Instagram þar sem hann kemur eftirfarandi skilaboðum til skila:
„Mom, I’m fine.“
Eins og Jonathan segir sjálfur:
Sama hversu gamall þú ert, ef þú ert sonur latneskrar móður og langar til þess að ferðast, þá verðurðu einfaldlega að finna leið til þess að fullvissa hana um að þú sért á lífi. Svona gerði ég það.
– Jonathan Quiñonez