E=MC2
Nýverið kíkti rapparinn Fever Dream í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni E=MC2 þar sem nýr rappari lítur við í hljóðverið, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og flytur rímur í beinni (sjá hér fyrir ofan).
Fever Dream – sem heitir réttu nafni Vigdís Ósk Howser og er jafnframt fyrrverandi meðlimur Reykjavíkurdætra – gaf út sína fyrstu plötu, Nom De Guerre, á Spotify síðastliðinn 1. október.
Eins og fram kemur í viðtalinu á nafnið Fever Dream rætur að rekja til bókarinnar Fevre Dream eftir rithöfundinn vinsæla George R. R. Martin:
„Ég er rosalega berdreyminn … ég ákvað að hafa þetta nafn eftir að ég las bók sem heitir Fevre Dream eftir George R. R. Martin, en í bókinni er að finna vampírur sem eru vegan; sem ákveða að hætta borða manninn og byrja að borða kindur og svín í staðinn. Þetta er ákveðinn vampíru-veganismi.“
– Fever Dream
Hér fyrir neðan er svo hlekkur á viðtal SKE við Fever Dream frá því í byrjun október: