https://www.youtube.com/watch?v=NWJGOoRWtq4
Dr. Jackson Crawford er málfræðingur sem kennir fornnorrænsku og íslensku við Kaliforníuháskólann í Berkeley, ásamt því að stýra eigin Youtube rás þar sem hann deilir kennslumyndböndum sem varða fornnorrænska tungu (Old Norse).
Þann 30. desember síðastliðinn birti Dr. Crawford ofangreint myndband þar sem hann les upp úr Snorra-Eddu sem hann sjálfur þýddi yfir á ensku fyrir „ekki svo löngu,“ að eigin sögn.
Myndbandið nýtur ákveðinna vinsælda á vefsíðunni Reddit þar sem það situr í 13. sæti síðunnar yfir vinsælustu þræði dagsins. Virðist sem svo að notendur Reddit séu búnir að uppnefna Dr. Crawford „myndarlega víkingslega kúrekaprófessorinn“ („Dr. Handsome Viking Cowboy“) og vonast einhverjir eftir því að hann verðir að „Meme-i“ (,vinsælu menningarlegu fyrirbæri’).
Dr. Crawford kom við sögu við gerð myndarinnar Frozen þar sem hann aðstoðaði við þýðingar á rúnum. Einnig túlkaði hann Star Wars á nýjan leik með því að rita söguna aftur líkt og að hún væri hluti af Norrænni goðafræði.
https://tattuinardoelasaga.fil…
Hér fyrir neðan má sjá myndband af Dr. Crawford að kenna íslensku.
https://www.youtube.com/watch?v=b00tW9LEGqE