Auglýsing

Forsprakki AmabadamA vill kosningar strax!

Hljómsveitin AmabadamA spilar á Húrra laugardaginn 9. apríl og eru hljómleikarnir hugsaðir sem upphitun fyrir tónleikahald sumarsins (í sumar spilar hljómsveitin meðal annars á einni stærstu tónlistarhátíð Bretlands, Boomtown). Í tilefni tónleikana setti SKE sig í samband við Gnúsa Yones, einn af forsprökkum sveitarinnar. Við ræddum ýmis málefni, þar á meðal hið furðulega pólitíska landslag sem nú blasir við á Íslandi.

Hvernig leggjast atburðir síðustu daga í þig?

Bara ágætlega. Ég er einmitt búinn að vera að reyna að finna mér einhverja góða þáttaseríu og þetta er nú búið að vera með þeim skrautlegustu sápuóperum sem maður hefur séð. Ég, og við öll í bandinu, höfum mætt á Austurvöll og munum halda því áfram. Það eru allir orðnir langþreyttir á þessu kjaftæði. Spillingin sem á sér stað hérna og hefur átt sér stað má ekki lengur vera svona normaliseruð. Ég vil ekki heyra lengur “Já, svona er þetta og hefur alltaf verið og mun alltaf vera.” Þetta einkennir svolítið hugsunarhátt allt of margra hérna á Íslandi að mínu mati. Þetta lið sem er þarna við stjórn hefur stundað allskonar brask í gegnum tíðina – og nú komst upp um það. Það þarf ekki að grafa djúpt til þess að finna allskonar skít á þetta lið. Megum ekki láta þau komast upp með þennan yfirgang!

Eiga stjórnarflokkarnir að sitja fram að hausti eða á að kjósa strax?

Já, kosningar strax. Annað væri alveg gjörsamlega úr takt við raunveruleikann. Þeir hamra á því að þeir þurfi að klára mikilvæg mál eins og þeir séu gangandi um með skykkjur að bjarga mannkyninu: Þvílík vitleysa. Þeir kunna auðvitað að sannfæra enda eflaust búnir sækja mörg námskeið til þess að læra það.

Hvað hefur þú verið að baksa þessa daganna?

Við í Amabadama höfum verið að vinna í nýju efni. Ég er líka tiltölulega nýfarinn að vinna aftur með Anthony sem að var með mér í Antlew/Maximum. Hann kallar sig Lefty Hooks þessa dagana. Svo er ég að klára að taka upp fyrstu plötu Reykjavíkurdætra. Annars er ég bara alltaf að vinna í því að verða betri pabbi og maður hérna á Gaia.

Besta reggí lag allra tíma?

Það á eftir að koma út!

Hver er þessi Lefty Hooks?

Lefty Hooks er bróðir minn frá annari móður. Anthony heitir hann en hann kallaði sig Ant Lew á sínum tíma. Ég og hann eigum gríðarlega mikið af efni sem við höfum unnið saman, m.a. plötuna “Time, Money and Patience” sem kom út árið 2004. Við erum nýbyrjaðir að vinna saman aftur og þetta er svolítið frábrugðið því sem við gerðum í denn. Mér tókst að plata hann í meiri reggí fíling.

Við hverju má búast við á tónleikum ykkar á Húrra á laugardaginn?

Þetta verður rosalegt! Við ætlum að spila ný lög í bland við eldri. Við verðum með tvo gítara í fyrsta sinn og ég ætla að döbba þetta í tætlur, sem verður gaman. En svo eins og alltaf hjá okkur í AmabadamA verður sólskinsvibe, jákvæðni og hressleiki í fyrirrúmi. Svo er algjört möst að mæta kl. 22:00, en þá byrjar Lefty að hita upp; enginn ætti að missa af því.

Að lokum beindum við nokkrum sígildum SKE spurningum að Gnúsa:

Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða?

Þægilegur, mjúkur og traustur stóll fyrir alla alvöru „laid back“ motherfokkers sem vilja læra að chilla með meiru!

Ætlar þú að bjóða þig fram til embættis forseta?

Já, er svona að pæla í því. Mér skilst að það sé ágætis djobb, í einhvern tíma allavega.

Ef þú yrðir að velja á milli Megan Fox og vegan osts – hvert yrði valið?

Vegan ost. Ég hef verið vegan í að verða fjóra mánuði. Besta ákvörðun lífs míns. Megan Fox who?

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?

Djöfull væri næs að hlaupa nakinn úti núna.

Uppáhalds tilvitnun / „one-liner“?

“I rather be hated for who I am, then loved for who I am not.” Kurt Cobain

Hefur lífið tilgang? Og ef svo er, hver er tilgangurinn?

Tilgangur lífsins er að finna tilgang lífs síns.

Ske hvetur alla til þess að mæta á tónleikana á morgun. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Upphitun er í höndum Lefty Hooks. Áhugasamir geta verslað sér miða á www.tix.is (2,000 ISK)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing