Síðasta mánudag var þremur breskum fréttamönnum vísað úr Norður-Kóreu eftir átta klukkustunda langa yfirheyrslu. Ástæða brottvikningarinnar var sú að fréttamennirnir voru ásakaðir um óvægan fréttaflutning í garð ríkisins og var gert að hafa móðgað land og þjóð. Þeir voru í kjölfarið settir í lífstíðarbann.
Fréttamennirnir voru staddir á landinu ásamt öðrum blaðamönnum frá CNN og Sky News til þess að fjalla um þingfund verkamannaflokksins, þann fyrsta í 36 ár. Á þinginu ávarpaði Kim Jong Un áheyrendur og lýsti yfir áformum sínum um að styrkja kjarnorkumátt Norður-Kóreu.
Þó svo að fréttaflutningur BBC þyki ágengari en fréttaflutningur annarra miðla, þá er erfitt að túlka hann sem sérstaklega ærumeiðandi.
Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun BBC um Norður-Kóreu, en í myndbandinu spyr blaðamaðurinn Ruper Wingfield-Hayes, meðal annars, ungan nemanda við Kim Il Sung háskólann í Pyongang hvers vegna kjarnorkuvopn eru mikilvæg fyrir Norður-Kóreu.
„The outside world, including the United States and South Korea, have nuclear bombs. More than us. All are trying to kill us.“
– Nemandi við Kim Il Sung háskólann