Gracie Barra Jiu Jitsu félagið er staðsett í Ásgarði í Garðabæ. Stöðin býður upp á fjölbreytt námskeið en segja má að brasilískt Jiu-Jitsu sé uppistaðan hjá þeim. Boðið er upp á ókeypis prufutíma til að taka púlsinn á félaginu. Auk hins brasilíska Jiu-Jitsu eru námskeið fyrir börn og unglinga, Jiu-Jitsu sérsniðið fyrir konur og Jiu-Jitsu NoGi.
Félagið hefur einnig getið sér góðs orðs eftir að hafa boðið krökkum sem lent hafa í líkamlegu einelti að koma í ókeypis sjálfsvaratíma og uppbyggingu. Stundatöflu, verðskrá og opnunartíma má sjá nánar á heimasíðu félagsins.
Nánar á graciebarra.is.