Námskeið eru haldin bæði í svart/hvítri ljósmyndun á filmuvél með framköllun í myrkraherbergi og í stafrænni ljósmyndun ásamt myndvinnslu í tölvu. Ljósmyndað er úti í vettvangsferðum og í myndastúdíó. Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga en nánari upplýsingar um slík réttindi fást hjá viðkomandi stéttarfélagi. Hægt er að skipta námskeiðsgreiðslum í þrjá hluta fyrir eina önn og sex hluta fyrir allan veturinn.
Veittur er 10% fölskyldu-/systkinaafsláttur og 20% afsláttur fyrir framhaldsskólanema.
Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu skólans og á myndlistaskolinn.is.