Auglýsing

​Reykjavík Escape

Í gömlu rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, er Reykjavík Escape til húsa. Þessi nýjung í afþreyingu á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu erlendis og er nú komið hingað. Leikurinn er hannaður fyrir 2-5 manna hópa og hefur hópurinn 60 mínútur til þess að komast út úr litlu herbergi sem er fullt af vísbendingum, gátum og þrautum.

Markmiðið er að finna leið út úr herberginu. Þetta er gott tækifæri til að takast á við innilokunarkenndina en mikið reynir á hugann og samstarfshæfnina. Í boði eru þrjú þemu: Prison Break, The Scientist og Taken.

Staðurinn hentar að sögn mjög vel fyrir hvers konar hópefli, vinahópa, steggjanir eða sem tækifærisgjafir. Opið er frá kl. 12 alla daga og eru tímar pantaðir á vefsíðu þeirra.

Nánar á reykjavikescape.com.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing