Auglýsing

​Traktor Kontrol Z2 Control Mixer

Traktor Kontrol Z2 frá Native Instruments er nýstárlegur dj-mixer með innbyggðu 24-bita hljóðkorti auk stjórnborðs fyrir Traktor hugbúnaðinn. Þessi mixer er tveggja rása, sem ætti að henta flestum plötusnúðum sem eru með tvo geislaspilara eða tvo plötuspilara. Snilldin við græjuna, og aðra álíka mixera sem hafa innbyggt hljóðkort og hugbúnað, er að bæði er hægt að spila venjulegan vínyl og síðan fara beint yfir í tónlist á tölvutæku formi með Traktor hugbúnaðinum (Serato fyrir þá sem nota Rane mixera), notandi Traktor control vínylplötur/geisladiska. Það eitt að losna við utaná liggjandi hljóðkortsbox, með öllum tilheyrandi snúrum, og hafa allt innbyggt er magnaður kostur.

Traktor Kontrol Z2 er sterkbyggður og skilar frá sér mjög góðu hljóði með club-ready XLR tengjum. Allir fídusar sem eru á þessum mixer gera hann algjörlega samkeppnishæfann við samskonar mixera á markaðnum en það sem gerir hann hvað mest kynæsandi er verðið, en það er næstum þriðjungur af verði annarra vörumerkja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing