Auglýsing

9 tilvitnanir um mikilvægi þess að kjósa (í tilefni Lýðræðistónleika Gauksins)

Viðburðir

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október, mun Gaukurinn taka höndum saman við gott tónlistarfólk og hvetja alla Íslendinga til að kjósa í alþingiskosningunum næstkomandi laugardag.

Blaz Roca, Fræbbblarnir, Svavar Knútur, Shades of Reykjavík og fleiri góðir munu stíga á svið og hvetja okkur öll til að taka þátt í lýðræðinu. Allir eru hvattir til að mæta með vinum og vandamönnum og unga fólkið er sérstaklega hvatt til að sýna þverpólitíska samstöðu um að láta rödd okkar heyrast. Aldurstakmark er 18 ára. Tónleikarnir hefjast kl.21:00.

Í tilefni tónleikanna og komandi alþingiskosninga tók SKE saman nokkrar góðar tilvitnanir um mikilvægi þess að kjósa:

„Að kjósa er að tjá skuldbindingu okkar til okkar sjálfs, til annarra, til þjóðar okkar og veraldar.“

– Sharon Salzberg

„Slæmir pólitíkusar eru kjörnir af góðu fólki sem kýs ekki.“

– Anonymous

„Þó svo að þú sýnir ekki áhuga á stjórnmálum, þýðir það ekki að stjórnmál muni ekki sýna áhuga á þér.“

– Pericles

„Þeir sem halda sig fjarri kosningum telja að eitt atkvæði geri ekkert gott. Þetta er næsti bær við að halda að eitt atkvæði geri ekkert slæmt.“

– Ralph Waldo Emerson

„Kjóstu eins og kosningaréttur þinn sé í húfi.“

– Anonymous

„Atkvæði er eins og riffill: nytsemin ræðst af notandanum.“

– Theodore Roosevelt

„Það að mæta ekki á kjörstað er ekki uppreisn – heldur uppgjöf.“

– Anonymous

„Stjórnmálamenn eru eins og bleyjur. Það þarf að skipta þeim út reglulega og af sömu ástæðu.“

– Mark Twain

„Sérhver kosning ræðst af þeim sem láta sjá sig.“

– Anonymous

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing