Auglýsing

Agent Fresco spilar í Hljóðfærahúsinu

Hljóðfærahúsið er 100 ára í ár og af því tilefni hefur verslunin fengið hljómsveitina Agent Fresco til að spila á sviðinu í Hljóðfærahúsinu í dag, laugardaginn 30. apríl.

Þetta er frábært tækifæri fyrir yngstu kynslóðina að sjá eina bestu rokk hljómsveit landsins á tónleikum. Eftir tónleikana gefst svo áhorfendum tækifæri að spyrja meðlimi sveitarinnar út í allt mögulegt, fá áritanir og kaupa plötur, boli og annað merkt bandinu. Aðgangur er ókeypis og ekkert aldurstakmark.

Í stuttu spjalli við SKE sagði söngvari sveitarinnar Arnór Dan Arnarson að hann væri sérstaklega spenntur fyrir tónleikunum:

„Það er bara svo ógeðslega sjaldan að við fáum að spila fyrir alla, en ekki bara 18 eða 20+. Sem er fáranlegt. Það er frítt inn á tónleikana, ,merch’ á staðnum, Q&A eftir giggið og já, bara ,good times’!“

SKE hvetur alla til þess að mæta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing