Auglýsing

Akai

Ableton Live hugbúnaðurinn er kraftmikið og sveigjanlegt umhverfi fyrir sköpun, flutning og framleiðslu tónlistar. Þessi einstaki hugbúnaður krefst jafn einstaks stjórnborðs. Akai Professional og Ableton kynna með stolti APC20 sem er samþjappað stjórnborð fyrir flutning með Ableton Live. APC20 breytir Ableton Live upplifuninni úr því að vera eingöngu tónsmíðastöð í tölvunni yfir í að hleypa sköpunarkraftinum á skeið samhliða lifandi flutningi. Græjan virkar sem tengingin milli tölvu og manns sem setur rökvísi hugbúnaðarins í fullkomið jafnvægi við sköpunartjáninguna. Hvort sem maður er raftónlistarmaður eða plötusnúður sem notar Ableton Live við tónsmíðar, til að hljóðblanda eða endurhljóðblanda lög, eða hefðbundinn tónlistarmaður sem notar Live á sviði eða í stúdíóinu, þá mun APC20 nýtast vel í að tengja innblásturinn við Ableton Live.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing