Auglýsing

Allt það sem er að SKE 25.08.2016

Í dag er 25. ágúst 2016.

Það eru 128 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 2001 dó bandaríska söngkonan Aaliyah.

Það er nóg um að vera í menningarlífinu í dag.

1. Árni Jónsson opnar sýninguna Það sem ég vidi að yrði, og það sem varð í Rockall:

„Verkið Það sem ég vidi að yrði, og það sem varð er innblásið af dvöl listamannsins á Borgarfirði eystra, þar sem hann varði nokkrum mánuðum árið 2015. Verkið er ekki línuleg frásögn af þeim atrburðum sem áttu sér stað á þessum tíma, heldur er það sviðsetnig tímabilsins, á tilfinngum og þrám hans. Verkið tekst á við liðinn tíma, drauma, veruleika og þrár.“

https://www.facebook.com/events/1746681112236965/

Hvar: Rockall (Fiskislóð 79, 101 Reykjavík)
Hvenær: 19:00-22:00
Aðgangur: Ókeypis

2. Listamannaspjall: Bára Kristinsdóttir og Ólöf Nordal.

„Listamennirnir Bára Kristinsdóttir og Ólöf Nordal ræða við gesti um verk sín á sýningunni Ríki – fána, flóra, fabúla. Bára sýnir ljósmyndaverkin Beita frá árinu 2007 og Ólöf skúlptúrana Þrjú lömb og kálfur frá 2009. Verkin spretta úr pælingum um hvernig við notfærum huglæg gildi og merkingu yfir á náttúruna.

https://www.facebook.com/events/139966486447986/

Hvar: Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús (Tryggvagata 17, 101 Reykajvík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

3. Hvalir live! Högni, Sin Fang, Sóley og DJ Margeir

Magnaðir tónleikar í einstöku umhverfi Hvalasafnsins, þar sem fram koma fjölmargir þekktir dýravinir. Undirskriftasöfnunin www.ifaw.is, til verndar hvölum við Íslandsstrendur, er orðin sú stærsta á Íslandi frá upphafi. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni listamannanna sem koma fram og hafa stutt dyggilega við undirskriftasöfnunina, The International Fund for Animal Welfare og IceWhale. Húsið opnar kl. 20:30. Veitingasala á staðnum, 18 ára aldurstakmark.“

https://www.facebook.com/events/1749626621979277/

Hvar: Hvalasafnið (Fiskislóð 25, 101 ReykjavíK)
Hvenær: 20:30
Aðgangur: 2.900 ISK (https://bit.ly/hvalir-live)
Ath. aðgangur að Hvalasafninu fylgir með hverjum keyptum tónleikamiða.

5. OHARA (CA) + WESEN á Loft

Hljómsveitirnar OHARA og WESEN koma fram á Loft Hostel í kvöld.

OHARA:
www.soundcloud.com/oharasongs
www.facebook.com/oharasongs
www.oharahale.com

WESEN:

facebook.com/wesen1987
soundcloud.com/wesenwesen

https://www.facebook.com/events/1803113226567180/

Hvar: Loft Hostel (Bankastræti 7, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: Ókeypis

5. Grísalappalísa og Kött Grá Pje á Húrra

Hin óviðjafnanlegu Grísalappalísa og KGP koma frá á Húrra í kvöld. Be there!

https://www.facebook.com/events/1763254377272662/

Hvar: Húrra (Tryggvagata 22, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 2.000 ISK

6. Kanilsnældur á Paloma

„Hæ guys! Við ætlum að skella í eitt létt sumarpartý í kjallaranum á Paloma á fimmtudaginn! Komið í drykk, dans og knús!“

https://www.facebook.com/events/142791676165999/

Hvar: Paloma (Naustin 1-3, 101 Reykjavík)
Hvenær: 22:00-01:00
Aðgangur: Ókeypis

7. Choreographic Happy Hour

„Í tilefni af Everybody´s Spectacular mun Dansverkstæðið bjóða til kóreógrafísks happy hour fimmtudaginn 24. ágúst kl 16-17:30.
Dagskrá morguntímanna í vetur verður kynnt og hér er kjörið tækifæri til að hittast og spjalla um sumar, sól og okkar frábæru hátíð.
Drykkir og léttar veitingar í boði.“

https://www.facebook.com/events/908539355918579/

Hvar: Dansverkstæðið (Skúlagata 30, 101 Reykjavík)
Hvenær: 16:00-17:30
Aðgangur: Ókeypis

8. Petersen Sessions #4

Síðasta Petersen Sessionið verður það stærsta til þessa. Kvöldið byrjar klukkan 18:00 og lýkur klukkan 22:00. Hljómsveitin RuGL stal senunni á Músíktilraunum fyrr á árinu og segja margir að stelpurnar eigi virkilega spennandi framtíð í tónlistinni. Áður en kvöldið klárast þá munum við skipta algjörlega um gír og endum á strákunum í SXSXSX en þeir Helgi og Björn Valur bjóða uppá dúndur sett ásamt því að fá til sín góða gesti.

18:00 – Léttir tónar og línur lagðar fyrir kvöldið
19:00 – RuGL
19:45 – TBA
20:30 – SXSXSX og Gestir

https://www.facebook.com/events/1325067447505280/

Hvar: Petersen Svítan (Ingólfsstræti 2 A, 101 Reykjavík)
Hvenær: 18:00-22:00
Aðgangur: Ókeypis

Njótið dagsins, elskurnar.

Hér er svo remix af No Limiit með Össur (aka Usher)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing