Auglýsing

Allt það sem er að SKE 26.08.2016

Í dag er 26.08.2016.

Það eru 127 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 1980 fæddist Macaulay Culkin.

Hér eru Shades of Reykjavík með samnefnt lag.

Það er nóg um að vera í menningarlífinu í dag.

1. Sýningaropnun: Eva Ísleifsdóttir & Sindri Leifsson

„SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er sýningaröð sem veitir innsýn í stöðu skúlptúrsins sem miðils í samtímanum. Hér er lögð áhersla á að kynna hugðarefni listamanna þar sem hver og einn gengur að samtali miðilsins og sögunnar á eigin forsendum. Eva Ísleifsdóttir og Sindri Leifsson leggja fram hugleiðingar um skúlptúrinn á samhliða einkasýningum. Verk og vinnubrögð kunna að vera ólík en hugsunin að baki þeim á margt sammerkt þar sem vangaveltum um mannlega hegðun, umhverfi og mótun samfélagslegs skipulags er velt upp á yfirborðið.“

https://www.facebook.com/events/579655512214177/

Hvar: Gerðarsafn (Hamraborg 4, 200 Kópavogur)
Hvenær: 18:00
Aðgangur: ???

2. Milkywhale og FM Belfast DJ TEAM á Húrra.

23:00 Milkywhale
00:00 FM Belfast DJ Team

https://www.facebook.com/events/1812280759008227/

Hvar: Húrra (Tryggvagata 22, 101 Reykjavík)
Hvenær: 23:00
Aðgangur: Ókeypis

3. STARTUP REYKJAVÍK INVESTOR NIGHT – Úlfur Úlfur og DJ Sunna Ben.

Startup Reykjavík býður gesti velkomna á tónleika í Hvalasafninu í kvöld. Markmiðið er að fagna góðu gengi í sumar. Fram koma Úlfur Úlfur og DJ Sunna Ben.

https://www.facebook.com/events/144001282706463/

Hvar: Hvalasafnið (Fiskislóð 23-25, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: ???

4. Prófkjörspartý Áslaugar Örnu

„Þann 26. ágúst er aðeins rétt um vika í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Því er tilefni til að hitta kjósendur og njóta kvöldstundar saman. Mig langar til að bjóða ykkur í Iðnó til að hitta ykkur og spjalla rétt fyrir endasprettinn í kosningabaráttunni. Húsið mun opna 20:30 og hægt verður að versla sér drykki á góðu verði á barnum. Friðrik Dór ætlar að koma og syngja nokkur lög og síðan mun DJ Gunni Skúla taka við keflinu. Allir velkomnir. Hlakka til að sjá ykkur!

https://www.facebook.com/events/820364071432645/

Hvar: Iðnó (Vonarstræti 3, 101 Reykajvík)
Hvenær: 20:30
Aðgangur: Ókeypis

5. Friðrik Dór og Hildur í Stúdentakjallaranum.

Frír bjór fyrir þá sem mæta fyrstir og tilboð á barnum í allt kvöld

https://www.facebook.com/events/1661021017548152/

Hvar: Stúdentakjallarinn (Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00-01:00
Aðgangur: Ókeypis

6. Tvær nýjar sýningar opnaðar í Hafnarborg.

Föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar 2016, sýningin Tilraun – leir og fleira, í aðalsal safnsins og sýning sænska hönnuðarins Jenny Nordberg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla, í Sverrissal Hafnarborgar þar sem hún mun flytja gjörning á opnuninni.

https://www.facebook.com/events/1579945422308304/

Hvar: Hafnarborg (Strandgata 34, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: Ókeypis

7. Smirnoff og FM Extra kynna Patrick Topping, KSF, Sandemann o.fl.

„Það gleður okkur að kynna danveislu ársins á goðsagnakennda tónleikastaðnum NASA við Austurvöll föstudaginn 26.ágúst nk í boði SMIRNOFF & FM-Xtra 101.5 með PATRICK TOPPING! Þetta er löngu orðið tímabært og er mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu, að sjá gömul og ný andlit dansa inní nóttina á Nasa í síðasta skipti! KSF bræður fagna nýrrar heimasíðu sem að verður sett í loftið á kvöldinu og ætla að auki að gefa glænýtt lag til niðurhals föstudaginn 26.ágúst. Fyrstu gestir fá glaðning frá Smirnoff!“

Fram koma:
PATRICK TOPPING (Hot Creations)
KSF (Killer Sounding Frequencies)
SANDEMAN (Get Physical)
MOGESEN
VIBES

https://www.facebook.com/events/308232632855123/

Hvar. NASA (Thorvaldsenstræti 2, 101 Reykjavík)
Hvenær. 21:00
Aðgangur: 2.000 ISK (Forsala miða er hafin á www.midi.is, Brim Kringlunni & 365.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing