Auglýsing

Allt það sem er að SKE 29.08.2016

Í dag er 29. ágúst 2016.

Það eru 124 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 1966 spiluðu Bítlarnir á sínum síðustu tónleikum í Candlestick Park í San Francisco (síðustu tónleikarnir sem gestirnir borguðu sig inn).

Hér eru þeir að flytja lagið Hey Jude:

Það er ýmislegt um að vera í menningarlífinu í dag:

1. Kizomba Night #5 Á Kex Hostel.

Kizomba er félagslegur dans frá Angola sem hefur farið sigurför um heiminn. Komdu á Kex í kvöld og prófaðu Kizomba í Gym & Tonic sal Kex.

Þáðu kennslu án endurgjalds á milli 20:30 og 21:00. Stígðu svo Kizomba dans á milli 21:00 og 23:00

Kennarar: Anaïs and Georg

https://www.facebook.com/events/536115869910448/

Hvar: Kex Hostel (Skúlagata 28, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:30-23:00
Aðgangur: Frítt er í kennsluna á milli 20:30 til 21:00

2. Námskeið í jákvæðri sálfræði á Gló.

Um ræðir 2 tíma námskeið haldið einu sinni í viku næstu 6 vikurnar.

„Á námskeiðinu verður fjallað um andlega vellíðan og leiðir til þess að auka hana. 6 mismunandi leiðir, byggðar á rannsóknum á hamingju og vellíðan verða teknar fyrir, ein í hverjum tíma. Þátttakendur fá samsvarandi æfingar til þess að gera heima milli tímanna. Leiðirnar sem fjallað verður um eru:

1. styrkleikar
2. velvild
3. núvitund
4. tilfinningar
5. þakklæti
6. líkamleg hreyfing.“

https://www.facebook.com/events/1043177715799238/

Hvar: Gló (Fákafen 11, 105 Reykjavík)
Hvenær: 17:15-19:00
Aðgangur: 35,000 ISK

3. Samtal um þetta alþjóðlega í Norræna húsinu.

„Opið samtal fyrir listamenn og framleiðendur í sviðslistum.

Fjórði norrænni dansvettvangurinn, Ice Hot Nordic Dance Platform, nálgast.
Hann verður í Kaupmannahöfn 30. Nóvember – 4 desember 2016.
Til undirbúnings halda samstarfsaðilar að baki Ice Hot opna fundi um alþjóðlegt starf í öllum norrænu höfuðborgunum fimm.

Fyrsti fundurinn verður hér í Reykjavík.

https://www.facebook.com/events/632962580206128/

Hvar: Norræna húsið (
Hvenær: 17:00-19:00
Aðgangur: Ókeypis

4. Hrútar, Þrestir og Fúsi í Bíó Paradís.

Ef einhverjir eru ekki búnir að sjá þessar frábæru íslensku myndir er tilvalið að kíkja í Bíó Paradís í kvöld.

Hvar: Bíó Paradís (Hverfisgata 54, 101 Reykjavík)
Hvenær: 18:00, 20:00 og 22:00
Aðgangur: 1.600 ISK

5. Augnablikið, ljósmyndasýning í Hannesarholti

„Þórunn Elísabet hefur starfað innan leikhússins í rúm þrjátíu ár og getið sér gott orð fyrir búningahönnun og sviðsmyndir. Þórunni Elísabetu voru veitt Grímuverðlaunin 2003 og 2007 fyrir búninga. Með fram fjölbreyttu og krefjandi starfi í leikhúsum og kvikmyndagerð hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist og hefur hún haldið einkasýningar ásamt því að taka þátt í ýmsum samsýningum. Augnablikið er hennar fyrsta ljósmyndasýning.

Hvar: Hannesarholti (Grundarstígur 10, 101 RVK)
Hvenær: Sýningin er opin frá 8-17 virka daga og frá 11-17 um helgar.
Aðgangur: Ókeypis

Lag dagsins er Atlantis eftir Bridgit Mendlar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing