Auglýsing

Allt það sem er að SKE 31.08.2016

Í dag er 31.08.2016.

Það eru 122 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 1945 fæddist írska söngvaskáldið Van Morrison.

Hérna er hann með lagið Have I Told You Lately

Það er nóg um að vera í menningarlífinu í dag:

1.LOKATILKYNNING AIRWAVES Á PRIKINU.

https://www.facebook.com/events/1449706438378781/?…

„Iceland Airwaves er handan hornsins. Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 16:00 verða síðustu nöfnin kynnt sem koma fram á hátíðinni í ár. Það verður gert með kaffitíma á Prikinu og sá verður ekki af verri endanum! Auk kynningar á listamönnum verður boðið upp á tónlistaratriði, þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram. Logi Pedro sér um tónlistina þess utan. Coca Cola og Viking væta kverkarnar og annálaðir Prikborgarar verða í boði fyrir svanga. Heppnir gestir geta unnið miða á Iceland Airwaves auk þess sem einn ljónheppinn getur unnið gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 60.000 kr. Láttu sjá þig!“

Hvar: Prikið (Bankastræti 12, 101 RVK)
Hvenær: 16:00
Aðgangur: ÓKeypis

2.HÖGNI Á BRYGGJUNNI BRUGGHÚS

https://www.facebook.com/events/177033842720069/

„Högni Egilsson hefur komið víða við á fjölbreyttum tónlistarferli sínum og leggur nú leið sína til okkar á Bryggjunni. Högni er án efa einn ástsælasti söngvari og lagahöfundur landsins, hann hefur samið tónlist með hljómsveitum sínum Hjaltalín og GusGus. Þá hefur hann samið fjöldamörg tónverk fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Öll verkefnin eru undir og mega tónleikagestir því búast við einstakri tónlistarveislu.

Það er frítt inn á tónleikana og við hvetjum gesti Bryggjunnar til að mæta snemma í bruggið og tryggja sér borð. Matargestir í bistróinu geta pantað borð frá 17:30 í síma 456-4040 eða á www.bryggjanbrugghus.is.“

Hvar: Bryggjan Brugghús (Grandagarði 8, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: Ókeypis

3.JÚNÍUS MEYVANT Á KEX

https://www.facebook.com/events/1076669579096749/

Júníus er á leið til Evrópu og ætlar því að kveðja Ísland með tónleikum.

Hvar: Kex Hostel (Skúlagata 28, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: Ókeypis

4. THE MINORITY REPORT – Í SÍÐASTA SINN

https://www.facebook.com/events/1089349724486960/

Grínistarnir Bylgja Babýlons og Jonathan Duffy binda endahnút á The Minority Report uppistandsseríuna sem hefur farið fram á Gauknum í sumar.

Hvar: Gaukurinn (Tryggvagata 22, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 2.000 ISK

5.JAKOB GUNNARS Í GRÆNA HERBERGINU

https://www.facebook.com/events/1141554682589857/

„Jakob Gunnars píanóleikari leikur á flygilinn hina ýmsu tónlist fyrir gesti og gangandi á þessu síðasta kvöldi ágústmánaðar.“

Hvar: Græna Herbergið (Lækjargata 6, 101 RVK)
Hvenær: 22:00-00:00
Aðgangur: Ókeypis

6. HERA Á ROSENBERG

https://www.facebook.com/events/549992588534142/

„Hera Hjartardóttir spilar sína síðustu tónleika á Íslandi í þetta sinn, áður en hún heldur aftur til Nýjasjálands.

Þessir tónleikar verða einnig teknir upp sem hluti af heimildarmynd sem verið er að taka upp hér á landi og á NýjaSjálandi.

Tónleikar hefjast kl 21:00

Miðasala hafin á tix.is : https://www.tix.is/is/event/3078/hera/

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/herasingsmusic ogwww.herasings.com

Hvar: Café Rosenberg (Klapparstíg 25-27, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 1.500 ISK

7.ÚTGÁFUTÓNLEIKAR KAÐLÍN Á LOFT (UPPHITUN ÁN)

https://www.facebook.com/events/1281765915191288/

„Kaðlín varði æsku sinni í lúðrasveitum. Síðar uppgötvaði hún GarageBand og þar hófst ljúfa ferðalag hennar um heim tónlistarsköpunar. Kaðlín finnst skemmtilegast að gera stuðtónlist með melankólísku ívafi. Á fyrstu tónleikum Kaðlínar var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu. Þessir tónleikar fagna útgáfu nýju plötu Kaðlínar, Meðlæti með læti og syrgja för hennar af landi brott.

Hvar: Loft Hostel (Bankastræti 7, 101 RVK)
Hvenær: 20:30
Aðgangur: Ókeypis

8. ÓKEYPIS PRUFUTÍMÍ Í LINDY HOP

https://www.facebook.com/events/171363806628951/

„Lindy Ravers bjóða ókeypis prufutíma í dansinum Lindy hop! ATH! Það er engin þörf á að koma með félaga, við tökum vel á móti einstaklingum, pörum og hópum á öllum aldri 🙂 Eftir tímann hefst vikulegt danskvöld þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að spreyta sig á dansgólfinu.

Magnús Pálsson og Arndís Eva Finnsdóttir munu kenna tímann.

Hvar: Petersen Svítan (Ingólfsstræti 2 A, 101 RVK)
Hvenær: 20:00-21:00
Aðgangur: Ókeypis

9.BORÐSPILAKVÖLD NEXUS.

https://www.facebook.com/events/1145316378864195/

„Fyrirkomulagið er svona: Fólk mætir og tekur með sér spil, eða dettur inn í spil hjá öðrum sem hafa tekið eitthvað með sér. Einnig er hægt að fá lánuð spil úr Nexus, en ath. að ef áhugi er fyrir því þá er gott að láta vita með fyrirvara svo hægt sé að tryggja að spil(in) séu á staðnum og allir hafi nóg að gera :)“

Hvar: Nexus (Nóatúni 17, 105 RVK)
Hvenær: 19:00-00:00
Aðgangur: Ókeypis

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing