Auglýsing

„Alltaf einn Danny Deluxe í hverju landi.“ – Danni Deluxe er DJ Vikunnar

DJ Vikunnar

Nýverið kíkti plötusnúðurinn og prúðmennið Daníel Ólafsson – betur þekktur sem DJ Danni Deluxe – í hljóðver SKE (sjá hér fyrir ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni DJ vikunnar þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

DJ Deluxe hefur lengi verið viðriðinn íslenskt tónlistarlíf en ásamt því að troða reglulega upp á helstu klúbbum landsins var hann einnig meðlimur rappsveitarinnar Bæjarins Beztu ásamt þeim Dóra DNA (Halldóri Laxness Halldórssyni) og Kájoð (Kjartani Atla Kjartanssyni). 

Líkt og fram kemur í viðtalinu er Daníel sannfærður um að hægt sé að finna einn Danny Deluxe í öllum löndum heims:

„Deluxe, þetta hljómar ágætlega, skilurðu? Síðan eru til einhverjir Danny Deluxe, Danni Deluxe (alls staðar í heiminum) … ég sá til dæmis einhvern gaur í X-Factor í Danmörku, sem hét Danny Deluxe og var með einhvern eldgleypir með sér. Þannig að það má segja að það er einhver Danni Deluxe í öllum löndum í heiminum.“

– Danni Deluxe

Að lokum má þess geta að Danni Deluxe átti erindi í laginu Gella Megamix sem er að finna á plötunni Joey sem Joey Christ gaf út í sumar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing