Við hjá SKE kíktum nýverið á veitingahúsið Apótekið sem opnaði áhorninu í Austurstræti.
Höfðum við heyrt góða hluti um staðinn og því tilvalið að kíkja í heimsókn. Við fórum alla leið ef svo má segja og
fengum okkur svokallaða ‘óvissuferð’ en hún er 6 rétta veisla af matseðli. Byrjað er á þremur smáréttum
sem kokkarnir velja hverju sinni og með réttunum fylgir einnig kampavínsglas. Okkar smáréttir voru:
1.léttgrillaður túnfiskur með avókadókremi í aji amarillo sósu, sýrð vatns
melóna og sesam-engifervinaigrette.
2. Hægeldaður karfi með raufrófumæjonesi, rauðrófugeli, dillolíu og serranó.
3. Nautatartarmeð fetaosti, ristuðum möndlum og tómat-chili emulsion. Smáréttir
þessir voru hver öðrum betri enda úrvalið af matseðlinum einstaklega gott.
Þegar kom svo að aðalréttunum var annar fiskur- og hinnkjötréttur.
Réttur 1: Skarkoli með aspas, kartöflumús, blóðappelsínum og beurre blanc.
Réttur 2:Nautalund með pikkluðum fennel, shallot, bjór hollandaise froðu, sveppa pomme og laukseyði.
Aðalréttirnir voru báðir virkilega bragðgóðir, fiskurinn safarikur og meðlætið ljúffengt. Kjötið var rosalega
gott, fullkomnlega eldað og sósan hentaði einstaklega vel með. Svo var loks komið að eftiréttinum og við
fengum: Kókos Dome með kókós pralinkremi og kókosbotni sem kom með mangó sorbet, mjólkur
crumble ristuðum kókos og hrískúlur. Rétturinn var gjörsamlega himneskur og svo gómsætt fannst okkur
að við kláruðum hvern einasta bita þrátt fyrir allan matinn sem á undanvar genginn.
Máltíðin í heild vardraumi líkust en setið var við borðið í tæpa þrjá klukkutíma.
Þegar maður fer í gegnum svona marga rétti er mikilvægt að borða rólega og njóta hvers bita. Starfsfólkið á
apótekinu dekraði við okkur allan tíman og kokteilarnir settu svo kommuna yfir i-ið