Úrið sem margir eru forvitnir um og bíða spenntir eftir. Búist er við að gripurinn verði kynntur til leiks í apríl og að byrjunarverð verði um 349$ – en geti þó farið upp úr öllum völdum. Um þrjár mismunandi týpur verður að ræða og að sú dýrasta muni kosta í kringum 1.200 $ eða yfir 162.000 kr.
Úrið kemur í einum lit en hægt verður að fá mismunandi liti á ólum. Því er ekki ætlað að taka við af isímanum og er öllu heldur hugsað sem viðbót við iveisluna. Þú þarft t.d. að hafa símann nálægt til að geta hringt símtöl með úrinu.
Úrið er meðal annars með kosti eins og :
Kveikir á sér þegar þú hreyfir úlnliðinn
Mælir skrefin þín og aðra hreyfingu
Getur teiknað og sent myndir
Getur fundið hjartslátt hjá öðrum en eiganda
Styður öll Epla greiðslukerfi
Getur tekið símtöl í gegnum úlnlið
Aðgangur að Siri
Þekkir mun á miklum þrýstingi og léttum og stýrir virkni eftir því