9. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðinn laugardag 4. febrúar á X-inu 977. Gestir þáttarins voru þeir Young Nazareth og Aron Can, en sá síðarnefndi flutti tvö lög í beinni ásamt því að svara nokkrum viðeigandi spurningum.
Ef einhverjir efuðust um hæfileika Arons Can sem rappara þá má með sönnu segja að þessi iðrunarlausi (Enginn mórall) ungi maður hafi tekið af allan vafa með því að rappa gott rapp í beinni (sjá hér fyrir ofan); Róbert Aron og Benedikt Freyr virtust að minnsta kosti vera dolfallnir yfir frammistöðu Arons.
Ein lína var í sérstöku uppáhaldi hjá SKE:
Er með gott fólk í kringum mig /
Reyni að ,treat-a’ alla vel /
Þó ég sé úti alla nótt /
Þá fylgist mamma alltaf með /– Aron Can
Til gamans má geta að Enginn mórall var valið íslenska rapplag ársins 2016 að mati álitsgjafa Kronik (sérstakur árslistaþáttur fór fram 4. febrúar).
Nánar: https://ske.is/grein/aron-can-fekk-kruttleg-verdlaun-fra-ungum-addaanda
Nánar: https://ske.is/grein/20-bestu-islensku-rapplogin-fra-arinu-2016-kronik