Fartölvuframleiðendur keppast um að framleiða þynnstu fartölvuna. Asus hefur nú tekið forskotið með nýrri fistölvu sem er aðeins 12,3 mm. á þykkt samanbrotin og vegur aðeins 1.2 kg. Þrátt fyrir að vera þynnsta fartölva heims kemur hún einnig hlaðin öllu því besta eins og 13,3″ QuadHD IPS skjá, 256GB SSD disk, Intel HD5300 skjákorti og Bang & Olufsen hátölurum. Öll vinnsla í henni er hljóðlaus þar sem nýji Turbo Intel M-5Y10 örgjörvinn þarf ekki viftu til að kæla sig. Þráðlausa netkortið styður nýja AC staðalinn sem gerir þráðlausa netið allt að þrefalt hraðara. Rafhlaðan er hönnuð til þess að duga allan daginn auk þess sem hægt er hlaða farsíma beint í tölvunni þó það sé slökkt á henni.
Tölvulistinn