Orð: Síta Valrún
Stuttu eftir að Beyoncé gaf út LEMONADE lét hún sjá sig á MET gala í New York, en um ræðir einn stærsta tískuviðburð ársins. Markmiðið með viðburðinum er að afla fjár fyrir Metropolitan listasafnið í New York og er það ritstjóri Vogue, Anna Wintour, sem sér um gestalistann.
Beyoncé mætti á rauða dregilinn í „peachy nude“ síðerma latex kjól. Kjóllinn er Givenchy og hannaður af Riccardo Tisci, en Beyoncé hefur klæðst flíkum eftir Tisci síðustu fimm árin.
Í fyrra skartaði Beyoncé gegnsæjum hafmeyju kjól sem rétt huldi líkama hennar með glimmersteinum; sá kjóll var guðdómlegur.
Þess má einnig geta að Beyoncé mætir ávallt í fylgd stílista síns, Ty Hunter, sem passar upp á kjólinn og heldur á slörinu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir.