Stundum finnst mér alveg gaman /
Stundum finnst mér það bara ekki /
Stundum vil ég vera einn /
En stundum meika ég það ekki /
Þarf ég að vera „consistent“? /
Kannski langar mig það ekki /
Í dag líður mér svona /
En á morgun öðruvísi /
—Daði Freyr
Þannig hefst lagið Endurtaka mig eftir tónlistarmanninn Daða Frey og rapparann Blævi (sjá hér að ofan). Óneitanlega minnir boðskapur lagsins á ritgerðina Sjálfstraust eftir bandaríska rithöfundinn Ralph Waldo Emerson.
Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/Self-Reliance
Í ritgerðinni segir Emerson: „Glórulaust samræmi í hugsun og hegðun er grýla lítilla manna“ („A foolish consistency is the hobgoblin of little minds“) og hvetur hann þar með lesendur að „láta af fylgispekt við almenningsálit og kennivald og treysta heldur sinni eigin dómgreind.“
Nánar: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/794037/
Þessi hugsjón er svo sannarlega í fyrrirúmi í seinna erindi lagsins:
Stundum vil ég brjótast úr vananum /
Stundum gera mig dagamun /
…
Tek ekki þátt í dramanu /
Breyti út af vananum /
Ef þú fílar það ekki
Finndu þá alla vega eitthvað nýtt
Til að tala um /
—MC Blær
Daði Freyr leikstýrði myndbandinu og smíðaði takt lagsins. Ljósmyndun var í höndum Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur.
Skemmtilegt lag hér á ferð.
Ritstjórn