Auglýsing

Blu & Oh No hafa engu gleymt: „The Lost Angels Anthem“

Fyrir akkúrat 100 árum síðan, eða þann 5. febrúar 1919, minntist kona að nafni Guðrún Lárusdóttir Guðmundar Hjaltasonar, fyrirlesara og frumkvöðuls, í Morgunblaðinu: 

„Guðmundur heitinn vann ekki vegna peninganna, hugur hans stefndi of hátt til þess að honum yrði markaður þröngur bás í budduhólfi, þar sem, því miður, margir verða strandaglópar.“  

Nánar: https://timarit.is/view_page_i…

Ef til vill eiga þessi orð einnig vel um rapparana Blu og Oh No þar sem tónlist þeirra, að mati undirritaðs, hefur löngum einkennst af hugsjón og verið arðsemisplágunni ónæm. Meðal athyglissjúkir trapparar elta meginstraumana berjast Blu og Oh No í bökkunum, hliðhollir andstreyminu (eða eitthvað í þá áttina). Þessu til sönnunar er rétt að vísa í lagið The Lost Angels Anthem sem rappararnir gáfu út í byrjun febrúar á Soundcloud (sjá hér að ofan). Lagið, sem er stórgott—og sem undirritaður kýs að túlka sem ádeilu á arðsemisplágunni fyrrnefndri—verður að finna á plötunni A Long Red Hot Los Angeles Summer Night sem Blu og Oh No hyggjast gefa út næstkomandi 1. mars. 

Hér eru svo tvö lög úr smiðju Blu og Oh No sem undirritaður mælir eindregið með. 

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing