Auglýsing

BRÍET gefur út sína fyrstu EP plötu: „22.03.99“

Síðastliðinn 26. janúar gaf söngkonan BRÍET út myndband við lagið In Too Deep (sjá hér að ofan) á Youtube en um ræðir fyrsta lagið—sem og myndbandið—sem söngkonan sendir frá sér. 

Myndbandinu leikstýrði Bríet sjálf í samstarfi við ljósmyndarann Önnu Maggý og hefur það notið þó nokkurra vinsælda frá því að það kom út. Youtube-rásin dynmk deildi meðal annars myndbandinu þann 12. febrúar en síðan þá hafa rúmlega 50.000 manns hlýtt á lagið á rásinni (einnig hefur lagið verið spilað tæplega 300.000 sinnum á Spotify). 

Í dag (16. febrúar) gaf BRÍET út sína fyrstu EP plötu, 22.03.99, en platan inniheldur fjögur lög, þar á meðal In Too Deep. 

Þess má einnig geta að BRÍET stígur á svið á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld (16. mars) og er þetta í fyrsta skiptið sem söngkonan—sem heitir réttu nafni Bríet Isis Elfar—kemur fram undir þessu nafni. 

(Hér fyrir neðan má svo sjá viðtöl sem SKE tók við söngkonuna fyrir stuttu.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing