Síðastliðinn föstudag gaf söngkonan Bríet út myndband við lagið In Too Deep (sjá neðst) en um ræðir fyrsta myndbandið sem söngkonan gefur út. Myndbandinu leikstýrði Bríet sjálf í samstarfi við ljósmyndarann Önnu Maggý.
Stuttu fyrir útgáfu myndbandins leit Bríet við í hljóðver SKE með það fyrir stafni að fræða áhorfendur nánar um hugmyndina á bak við myndbandið, tökur þess og ýmislegt annað (sjá hér fyrir ofan).
Eins og fram kemur í viðtalinu var Bríet ekki ýkja gömul þegar hún ákvað að leggja tónlistina fyrir sig:
„Ég var svona 13 ára þegar ég áttaði mig á því að tónlistin væri það sem mig langaði að gera. Ég tók upp gítarinn og bað pabba um að kenna mér. Ég var staðráðin í því að spila í fermingunni minni, fyrir mömmu, sem ég svo gerði. Ég gat það reyndar ekki; ég grét svo mikið. En það var rosa falleg stund.“
– Bríet
SKE hvetur lesendur til að fylgjast með þessari hæfileikaríku söngkonu í framtíðinni.
Facebook: https://www.facebook.com/brietmusic/
Instagram: https://www.instagram.com/briet_music/