Viðtal
SKE: Síðastliðinn föstudag gaf Jóhanna Rakel – oftast kennd við hljómsveitina CYBER – út myndband við lagið „I’m Your New Stepmom“ og þá undir listamannsnafninu Stepmom. Lagið pródúseraði Prince Fendi (Geisha Cartel) og var það Gabríel Bachmann sem sá um gerð myndbandsins. Í tilefni útgáfunnar heyrði SKE í Jóhönnu Rakel og spurði hana nánar út í lagið, verkefnið og væntanlega EP plötu.
Viðtal: RTH
Viðmælandi: Jóhanna Rakel
SKE: Sæl, Jóhanna. Hvað er að frétta?
JR: Ég er smá þunn
akkúrat núna en annars bara frekar södd og sæl!
SKE: Þú varst að gefa út nýtt lag (I’m
Your New Stepmom) undir listamannsnafninu Stepmom. Er þetta nýtt
verkefni?
JR: Já, svona tiltölulega. Ég er búin
að vera spá í ,concept-inu’ sexý stjúpmömmur undanfarin misseri – og þá tengt myndlist – en svo er ég þannig týpa að ég verð ,hooked’ á
hlutum mjög fljótt þannig að þetta smitaðist út í alla
anga lífsins.
SKE: Lagið er á ensku en hingað til hefur
þú aðallega rappað á íslensku. Hvers vegna enskan?
JR: Satt
að segja veit ég það ekki alveg. Kannski bara til að sjá hvort að maður geti það. Stjúpmamman var með erindi á „Gucci Song (Remix)“ með Joey og Birni og þar prófaði ég íslensku en ég held bara
að enska tungumálið nái Stjúpmömmu karakternum betur:
“Mamma
þín hringdi og spurði hver ég væri.
Ég
er nýja litla beygjan sem er að sofa hjá manninum þínum.”
Já, nei, fegin að
þetta sé á ensku!
SKE: Næstkomandi 14. febrúar gefur
þú út EP plötu. Verða lögin á plötunni í svipuðum dúr og I’m Your New Stepmom?
JR: Já, heldur betur. Þetta eru bara þrjú lög en öll á ensku og öll sem
nýja stjúpmamma þín. Ég mæli með því að allir hlusti á plötuna í
gegn í réttri röð því þá skýrist svo margt varðandi
karakterinn. Hver veit, kannski er hægt að finna tilgang lífsins
ef maður hlustar nógu vel.
SKE: Er Prince Fendi að pródúsera alla
plötuna?
JR: Fendi pródúseraði fyrstu tvö
lögin en svo pródúseraði mr. sir seinasta lagið í samstarfi við Alfred Drexler. Allt þetta
fíaskó byrjaði eiginlega þegar ég var stödd í hljóðverinu hans Fendi og heyrði Stepmom bítið. Ég var í næsta herbergi og
heyrði þetta í gegnum vegginn. Ég spretti yfir og öskraði yfir ,blast-ið’ að ég yrði að fá þetta bít! Viðlagið var strax
komið í hausinn og þá var ekki aftur snúið. Seinna komu svo mr. sir og Drexler inn í ,mix-ið.’ Hann sendi mér nokkra takta og þessi sem
endaði á EP-inu var sá fyrsti. Ég er mikill aðdáandi þeirra
beggja: Þeir eru topp náungar og mjög hæfilekaríkir tónlistarmenn.
Vá, ég hlakka svo til að allir fái að heyra þetta dót.
SKE: Myndbandið er tekið í ansi exótísku umhverfi:
Hvar var myndbandið tekið?
JR: Á Ibiza, maður.
Ég var í afmælispartýi þar seinasta september og í svona
sturluðu umhverfi hefði verið næstum ólöglegt að gera ekki smá
list.
SKE: Í
gegnum tíðina hafi margir rapparar varað hlustendur við
svokallaða gullgrafara (aka golddiggers) en lagið þitt mætti
túlka þannig að þú sért búin að snúa þessu við; hér er,
að einhverju leyti að minnsta kosti, verið að upphefja
gullgrafaraeðlið. Erum við að skilja þetta rétt?
JR: Sko, já þannig séð. Eða öllu heldur finnst mér bara ótrúlega pirrandi
þegar fólk er að banna fólki að vera svona eða hinsegin og það er
fáránlegt að ,shame-a’ fólk fyrir að vilja vera með einhverjum
fyrir peningana. Af hverju er það verra en eitthvað annað? Ég er bara smá brjáluð yfir forræðishyggjunni gagnvart konum í
tónlist. Konur eru bitch/side-bitch/wifey/baby mama etc. – alltaf
einhverjir aukahlutir en svo jafnvel þó það sé verið að
hrósa eða tala fallega um konur þá erum við samt aukahlutir,
hlutir með ekkert vald og tölum aldrei fyrir okkur sjálfar. Já, og
það bara hentar mér ekki.
Ég gæti ,rant-að’ lengur en ég
held að þetta sé bara nokkuð skýrt.
Ég vil bara að allir megi vera
og gera það sem þeim listir án fordóma.
SKE: Á hvað ertu að hlusta á þessa
dagana?
JR: Ég er búin að vera með SZA á
heilanum. Platan hennar Ctrl er frábært og svo rakst ég óvart á
tónlistarmann að nafni Smino og hann er smá að sprengja heilann minn þessa dagana.
SKE: Eitthvað að lokum?
JR: Hvenær
má ég koma í blek?? (þið sko skiljið ekki ég elska blek
þættina ykkar)
og já „big shout out“ á Gabríel Bachmann fyrir
að gera mydbandið með mér.
Skilaboð til Gabríels: „Hæ, þú ert sætur. Takk fyrir að gera vídeóið með mér og viltu
byrja með mér?“
(SKE þakkar Jóhönnu Rakel, a.k.a. Stepmom, fyrir spjallið og hvetur hlustendur til að hlýða á nýju EP plötuna sem kemur út á morgun.)