Auglýsing

Bróðir BIG gefur út plötuna Hrátt Hljóð á Spotify

Síðastliðnar vikur hefur rapparinn Bróðir BIG gefið hlustendum forsmekk af plötunni Hrátt Hljóð með því að deila nokkrum vel völdum lögum á Soundcloud en í dag (19. júlí) rataði platan á Spotify í heild sinni. 

Platan inniheldur 17 lög og koma rappararnir MC Bjór, Seppi, BófaTófa, Gísli Pálmi, Haukur H, Þeytibrandur og Morgunroði við sögu ásamt plötusnúðunum DJ B-Ruff og DJ Bricks.

Eins og fram kom í viðtali við Bróðir BIG á vefsíðunni Albumm.is síðastliðinn 13. júlí þá er Hrátt hljóð „hreinræktað Boom Bap Hip-Hop.“ 

Fyrir þá sem eru ekki kunnugir hugtakinu „Boom Bap“ þá er það sú tegund rapps sem var allsráðandi á tíunda áratugnum. Rapparinn KRS-ONE er upphafsmaður hugtaksins en um ræðir orðmyndun sem líkir eftir bassatrommu og snerils „Boom Bap“ laga – sem eru ávallt í fyrirrúmi. 

Eflaust kann einhverjum að finnast þessi tónlistarstefna vera úrelt í en í laginu Radio Búggí Vúggí ljáir ónefndur útvarpsmaður efasemdum af þessu tagi rödd sína með því að leggja eftirfarandi spurningar fyrir Bróðir BIG:

„Bróðir, þú ert allur í þessu úrelta, gamladags hippidí hoppi er einhver markaður fyrir þessu ennþá? Heyrir þetta ekki bara sögunni til? Ættir þú ekki að vera pípari eða eitthvað? Það er ekkert upp úr þessu að hafa, er það nokkuð?“

– Útvarpsmaður í laginu Radio Búggí Vúggí

Svarið kemur í bundnu máli:

Veistu mér er nokkurn veginn sama /
Þeir rappa fyrir frægð og frama /
Ég rappa því mér finnst það gaman / – Bróðir BIG

Út frá þessum línum Bróður BIG má álykta að rapparinn hafi engan áhuga á því að fylgja straumum og stefnum nútímans – öllu heldur hefur hann einfaldlega sérstakt dálæti á „Boom Bap“ rappi og gerir það sem honum finnst gaman að gera. 

Eins og áður hefur komið fram á Ske.is hyggst rapparinn fagna útgáfu plötunnar næstkomandi 27. júlí á Prikinu þar sem hann mun stíga á svið ásamt öllum gestaröppurum plötunnar. Áhugasamir geta verslað sér eintak af plötunni á bæði CD og Vinyl í útgáfuteitinu á Prikinu (platan verður svo til sölu í Lucky Records frá og með 29. júlí).

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing