Orð: Síta Valrún
Nýjasta
herferð Calvin Klein undir stjórn ljósmyndarans Harley Weir hefur fengið mikla athygli og hefur athyglin verið misgóð. Í
herferðinni má sjá margar stórar stjörnur athafna sig við ýmsa hluti „in
their Calvins,“ eins og segir í auglýsingunum. Herferðin fyrir sumarið 2016 ber nafnið
Erotica og er án vafa mjög kynferðisleg.
Margir hafa brugðist ókvæða við þessari herferð þar sem hún er talin vera alltof djörf („risqué“). Herferðin skartar meðal annars myndum af bandarísku fyrirsætunni Kendall Jenner að kreista greipaldin undir yfirskriftinni „I
eat in my Calvins.“ Einnig er danska leikkonan Klara Kristin mynduð neðanfrá
svo sést undir pilsið hennar undir yfirskriftinni „I flash in my
Calvins.“
Í ljósi hneykslisins sem þessi nýjasta herferð Calvin Klein hefur valdið er áhugavert að skoða fleiri auglýsingaherferðir sem hafa valdið sambærilegum usla.
Flestir kannast við bandaríska tískufyrirtækið American Apparel, en fyrirtækið hefur einnig verið gangrýnt fyrir djarfar og óviðeigandi myndir í auglýsingum sínum. Fyrir nokkrum árum síðan stýrði hönnuðurinn Tom Ford ilmvatnsherferð sem skartaði „crop-uðum myndum af olíubornum kvenlíkömum ásamt ilmvatnsflösku. Myndirnar voru sumar hverjar bannaðar og komu mörgum í uppnám.
Svo eru náttúrulega allar myndir fyrir herferðir sem ljósmyndarinn Terry Richardson hefur komið nálægt.
Við höfum eflaust öll mismunandi tilfinningar þegar það kemur að myndum sem eru kynferðislega hlaðnar. Allskonar kveikjur krauma í undirmeðvitundinni: tabú, kvenhatur, klám, bæling, gleði, kaþólska kirkjan, feðraveldið, frelsi, mæðraveldið, minningar, kókoshnetur.
Fyrir mér er þetta alltaf svolítið flókið sökum þess að það kemur svo margt við sögu; það er svo margt sem hægt er að greina. Margar þessar myndir eru „straight up“ vafasamar, en ég ætla ekki að segja að mér finnist allar auglýsingar sem lostafullar eða kynferðislegar séu niðurlægjandi eða slæmar. Hver verður að dæma fyrir sig.
Stundum er bara einfaldlega fallegt og gaman að horfa á eitthvað „sexy.
Calvin Klein, 2016
American Apparel
Alexander Wang
Tom Ford