Myndir: Síta Valrún
Fyrir nokkrum dögum síðan spjallaði Síta Valrún, tískusérfræðingur SKE, við Catherine Cote (sem er oftast kennd við Rainbow Nails). Síta lagði nokkrar viðurkvæmilegar spurningar fyrir Catherine og tók nokkrar myndir af hennar uppáhalds flíkum. Gjörið svo vel:
1. Ef
þú yrðir að lýsa stílnum þínum í þremur orðum, hvernig
myndi sú lýsing hljóða?
Litríkur.
Dimmur. Teiknimyndarlegur.
2. Hver
er þinn helsti innblástur í tískunni?
Ég
er innblásin af dægurmenningu og þeim litríku, en jafnframt
„goth-aralegu“ hliðum japanskrar tískumenningar.
3. Getur
þú nefnt einhvern einn tísku íkon, lífs eða liðinn, sem þú
lítur upp til?
Ég
er mjög hrifinn af hönnuðinum Jeremy Scott, en hann hannar alltaf
virkilega áhugaverðar flíkur – og stundum í samstarfi við
aðra. Línurnar hans eru ávallt mjög litríkar, áberandi og
ýktar. Þær eru sérstaklega raunverulegar og sumar hverjar vekja
upp ákveðna nostalgíu.
4. Hvar
verslar þú fötin þín (á netinu, á ferðalögum) og hver er
uppáhalds verslunin þín eða hvert er þitt uppáhalds
tískumerki?
Ég
er yfirleitt frekar nískur neytandi, en stundum fjárfesti ég
dýrari flíkum ef áhuginn er nógu mikill! Einig finnst mér gaman
að detta inn á góð tilboð hvað notuð föt varðar, hvort sem
það er heima í Kanada eða á netinu. Ég finn yfirleitt þessar
óhefðbundnu flíkur á netinu og kem þeim þaðan til Íslands. Ég
versla einnig á Ebay, en stundum beint frá vefsíðu vörumerkjanna
sjálfra. Það er frábært að versla á netinu þegar þú ert með
öll málin á hreinu og lest lýsingarnar vandlega. Ég er yfirleitt
mjög sátt með það sem ég panta! Einnig koma vinir og
viðskiptavinir mér stundum á óvart með fötum eða fylgihlutum
sem þau finna í útlöndum: „Ég sá þetta í útlöndum og
þetta minnti mig á þig!“ Mér finnst það alltaf jafn
skemmtilegt.
Flauelsskikkja:
Þessi fallega flauelsskikjja er frá íslenska hönnuðinum Kyrja. Ég elska stóru hettuna svo mikið! Hvað þetta „look“ varðar vildi ég leyfa minni myrku hlið að njóta sín. Ég nenni ekki alltaf að vera svona litrík, þar sem hárið mitt er svo litríkt og heimilið mitt líka. Suma dagana langar mig í aðeins dramatískara, eða rómantískara, „look.“ Lífstykkið sem ég er í innan undir pantaði ég á Ebay og ber ákveðin „Steampunk“ blæ.
Gulur plastkjóll:
Varúð: þessi kjóll er ekki hugsaður fyrir daglegt amstur, lol! Þessi neon-litaði gegnsæi kjóll hefur verið hluti af lífi mínu í langan tíma, en þó hafa ekki gefist mörg tilefni til þess að ganga í honum. Samt elska ég hann mjög mikið! Ég kem til með að ganga í honum á Secret Solstice hátíðinni í sumar, en það er fullkomið tilefni! Þessi kjóll á sér einnig sögu: Ég var að vinna í neglunum hennar Rósu í Sometime fyrir Airwaves þegar við byrjuðum að tala um ýmis skondin „outfit“ sem hún gæti klæðst á sviði. Ég sá þennan kjól á netinu og sýndi henni. Hún sló til og pantaði sér kjólinn og var einstaklega glæsileg í honum á sviði! Svo liðu nokkrir mánuðir og hún taldi það ólíklegt að hún mundi klæðast kjólnum aftur á sviðu – og ákvað að gefa mér hann! Það gladdi mig mjög!
Gulur jakki:
Þessi neonlitaði gul- og grænleiti jakki er örugglega uppáhalds jakkinn minn! Ég á marga jakka (ég hef ákveðna þráhyggju fyrir jökkum, eins gott að ég búi á Íslandi!) Ég fékk þennan jakka frá Primark í London og hann var á góðu verði! Hann er einnig til í bleikum, appelsínugulum og bláum lit. Ég sé svolítið eftir því að hafa ekki keypt hann í öllum litum! Ég elska að detta inn á svona hluti, sérstaklega á stöðum þar sem maður á ekki von á því að finna neitt! Lykillinn er að hafa augun opin og að gramsa til þess að finna þesskonar sjaldgæf djásn. Þetta sýst líka um rétta tímasetningu. Ég fer reglulega í búðir þegar ég ferðast, þó svo að ég versli ekki endilega alltaf. Þetta er erfitt. Yfirleitt þegar mér „vantar“ eitthvað og fer að versla þá finn ég ekkert!
Hafmeyju vesti með kögri:
Þetta síða, bleika hafmeyjukennda vesti er fremur fjölhæft! Ég get klæðst því á ströndinni, yfir sundbol eða bara sem heilstætt „outfit.“ Kötturinn minn, yngri, þessi svarti sem heitir Mr. Bubbles, hefur mjög gaman að þessu vesti og elskar að leika sér að kögrinu! Ég get því miður ekki klæðst þessu vesti fyrr en ég er við það að stíga út úr húsi, vegna þess að það er ekki hægt að umgangast Mr. Bubbles þegar ég er í því. Lol! Ég keypti vestið á Íslandi, í Gyllta Kettinum, ef þú trúir því – þar sem mér finnst það vera svo strandarlegt. Ég elska þessa búð vegna þess að ég finn yfirleitt eitthvað við mitt hæfi. Ég elska einnig þetta hafmeyju „look,“ þegar ég er í bleiku hælunum sem gltira og með krossfisks smelluna í hárinu, og nota ég þá sléttujárnið til þess að gera hárið mitt að sóðalegum hafmeyjukenndum öldum. Skeljabeltið rímar einstaklega vel við flesta mína kjóla. Það veitir þeim ákveðinn stíl!
Beinakjóllinn:
Þessi beinakjóll er einnig í miklu uppáhaldi. Ég hef örugglega ofnotað hann – en ég elska hann! Kjóllinn var framleiddur af Lazy Oaf, ensku merki, og kom út fyrir nokkrum árum! Ég átti einn svona kjól áður og gekk svo mikið í honum að ég þurfti að kaupa nýjan. Það var erfitt að finna hann vegna þess að línan var nokkurra ára gömul, en með þolinmæði og hjálp Ebay, þá fann ég glænýjan kjól í Ástralíu! Þetta hálsmenn er einnig í uppáhaldi! Það er frá vörumerkinu Irregular Choice, sem ég mæli eindregið með! Irregular Choice framleiðir einnig skó.