Auglýsing

Chuck Norris grill

SKE leit við á Chuck Norris grill á Laugarvegi 30, en staðurinn fagnaði árs afmæli nú á dögunum. Við ákváðum að smella okkur á grísasamlokuna þeirra, sem inniheldur brasseraðan, tættan grís (e. pulled pork), steiktan lauk, rjómaost, ferskt salat og rauðkáls-hrásalat en herlegheitin eru síðan borin fram með frönskum kartöflum. Lokan var virkilega bragðgóð og við mælum með því að skola henni niður með einum köldum og að sjálfsögðu ekki gleyma að fá sér bernaiese með frönskunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing