Auglýsing

CNBC fjallar um baráttu Carbon Engineering gegn loftslagsbreytingum

Þann 22. júní síðastliðinn birti bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC myndband af umfjöllun sinni um kanadíska fyrirtækið Carbon Engineering á Youtube (sjá hér að ofan). 

Eins og fram kemur í þættinum eru höfuðstöðvar Carbon Engineering að finna í bænum Squamish í Bresku-Kólumbíu. Markmið fyrirtækisins er að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga með því að fanga koltvísýring í andrúmsloftinu og þá með aðferð sem kallast Direct Air Capture (þar sem stórar viftur eru hagnýttar í bland við flókin efnaferli). 

Aðferðin sjálf er ekki ný en samkvæmt forsvarsmönnum Carbon Engineering hefur tæknin á bak við aðferðina tekið slíkri framþróun að hún er loks orðin fjárhagslega fýsileg. Þá nýtur fyrirtækið fjárhagslegs stuðnings frá bandaríska auðkýfingnum Bill Gates—og frá stórum olíufyrirtækjum á borð við Chevron, BHP og Occidental. 

Slíkur stuðningur þykir líklegur til þess að koma tækninni á almennan markað en skiptar skoðanir eru á samstarfsaðilum fyrirtækisins. Þá velta sérfræðingar því fyrir sér hvort starfsemi Carbon Engineering muni í raun draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu—eða hvort að starfsemin geri það að verkum að mannkynið verði háð jarðefnaeldsneyti til enn lengri tíma (í ljósi þess að tæknin gerir olíufyrirtækjum kleift að losa um enn meiri olíu undir yfirborði jarðar, með aðferð sem nefnist enhanced oil recovery)?

Nánar: https://www.technologyreview.com/s/613579/why-the-worlds-biggest-cosub2-sub-sucking-plant-would-be-used-to-err-dig-up-more-oil/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing