SKE Blek
Síðastliðið sumar hélt ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson (betur þekktur sem Xdeathrow) sýningu undir yfirskriftinni Juvenile Bliss í gamla Nýló á Skúlagötu. Sýningin vakti maklega athygli; ungdómurinn, sem og eldra fólk, þyrptist að.
Síðan þá hefur Xdeathrow verið iðinn við kolann. Ásamt því að leikstýra myndbandi fyrir söngkonuna Young Karin (sjá neðst), síðastliðið haust, gaf hann einnig út nýja seríu ljósmynda, Container Society, í desember.
Til þess að forvitnast nánar um líf og list Xdeathrow fylgdi SKE honum á húðflúrstofuna Memoria Collective á Klapparstígnum og spurði hann spjörunum úr á meðan hann sat í stólnum (sjá hér fyrir ofan). Um ræðir áttunda þátt myndbandsseríunnar SKE BLEK.
Líkt og fram kemur í viðtalinu segist Xdeathrow eiga erfitt að greina frá því hvaða ljósmyndir úr eigin smiðju standa upp úr:
„Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna. Ég held að mér þykir vænst um Juvenile Bliss verkefnið, í heild sinni. Og allar gömlu góðu myndirnar sem ég tók þegar ég var yngri.“
– Xdeathrow
Áhugasamir geta skoðað ljósmyndir Xdeathrow hér: https://www.xdeathrow.com/
Instagram: https://www.instagram.com/xdea…