Faith No More er bandarísk hljómsveit frá San Francisco sem stofnuð var árið 1979 (upprunalega kom hlómsveitin fram undir nafninu Sharp Young Men, eða til ársins 1983). Hljómsveitin hætti árið 1998 en kom síðan aftur saman árið 2009 og gaf út sína sjöunda plötu, Sol Invictus, árið 2015. Fyrsta platan til að slá í gegn og koma þeim á kortið var platan The Real Thing (1989) sem var einnig fyrsta platan sem skartaði söngvaranum Mike Patton.
Faith No More eru áhrifavaldar margra listamanna, meðal annars: Corey Taylor, Duff McKagan, Chino Moreno, Jonathan Davis, Serj Tankian.
Á morgun, fimmtudaginn 17. nóvember verður blásið til heiðurstónleika á Gamla Gauknum fyrir þessa merku hljómsveit.
Hljómsveitina skipa:
Ragnar Ólafsson(Árstíðir,Ask the Slave, Sign o.fl.) – Söngur
Hálfdán Árnason(Himbrimi, Sign o.fl.) – Bassi
Reynir Baldursson(Yukata…n, MaidenIced o.fl.) – Gítar
Kristján Björnsson(Future Figment, LITH o.fl.) Trommur
Jakob Þór Guðmundsson(LITH o.fl.) Hljómborð, bakraddir, gítar
Hvar: Gamli Gaukurinn (Tryggvagata 22, 101 RVK)
Hvenær: 21:00 – 01:00
Aðgangur: 2.000 kr.
Nánar. https://tix.is/is/event/