Skeletor, eða Beini eins og hann var kallaður á íslensku, var erkióvinur He-Man í samnefndri þáttaröð frá níunda áratugnum. Fyrir þremur árum síðan, eða í mars 2014, byrjaði ónefndur aðili að tísta undir nafninu @GrumpySkeletor (geðstirði Beini) beinagrindinni til heiðurs.
Nýverið tók vefsíðan tvovermind.com nokkur góð tíst eftir úrilla illmennið (Nánar: https://www.tvovermind.com/tv-n…) sem hafa vakið lukku meðal netverja.
Segja má að Twitter reikningur @GrumpySkeletor sé einskonar blanda af pólitískri satíru og sýru.