Auglýsing

Hijab í 100 ár

Orð: Síta Valrún

Ramadan nálgast óðum en í ár byrjar íslamski föstumánuðurinn snemma í Júni. Í tilefni þess fannst okkur viðeigandi að skoða Hijab slæðuna umdeildu.

Sjálf hef ég aldrei borið hijab og get því lítið tjáð mig um málið. Óneitanlega vekur þó slæðan upp ýmsar tengingar hjá hverjum og einum, hvort sem það er sem einskonar tákn eða íkon, eða bara í tengslum við hversdagsleikann.

Margir hafa kannski séð myndbandsseríuna 100 Years of Beauty frá The Cut á Youtube, þar sem framleiðendur þáttarins reifa síðastliðin 100 ár í tísku og sýna þar með fram á hvernig fegurðarstaðlar í mismunandi löndum hafa þróast.

Amani Alkhat, sem er ein af stofnendum vefsíðunnar Muslimgirl.com, framleiddi svipaða útgáfu af þessum örmyndböndum, en hún ber titilinn 100 Years of Hijab Fashion.

Amani segir að þegar það kom að því að ákveða hvaða lönd bæri að taka fyrir í myndbandinu, byrjuðu þau á þeim löndum sem eru almennt talin helstu fórnarlömb mislukkaðri utanríkisstefnu vesturlanda – Miðausturlöndunum. Því næst var sjónum beint að öðrum löndum í Asíu, á borð við Pakistan og Afghanistan.

„Aðallega viljum við taka fyrir lönd sem hafa mótað skilning Ameríkana á hinum íslamska heimi og þar af leiðandi sýn þeirra á múslíma. Við erum ekki bara fréttafyrirsagnir og tölfræði“.

– Amani Alkhat

Amani segir jafnframt að tímabilin sem eru tekin fyrir í myndbandinu voru valin til þess að undirstrika spennuna sem fylgdi þeim tímamótum þegar hijab slæðan var þvinguð upp á konur. Þau tímabil þegar íslömsk yfirvöld hafa þvingað konur hins vegar til þess að ganga með hijab slæðuna eða þegar þau hafa sett bann á hijab slæðuna hins vegar eru mikilvæg hluti af sögu þess. Einnig má segja að spennan í kringum þessa flík í vesturlöndunum sé mikil og hefur hún jafnvel verið bönnuð í sumum samfélögum. Öll stjórnun á klæðnanði kvenna, hvort sem það snýst um hvað hún megi klæðast miklu eða litlu, er samt af hinu sama komið.

Hugtakið hijab fer miklu dýpra en sveiflukenndir tískustraumar eða samskonar efniskenndir hlutir þar sem slæðan á sér arf og sögu og snýst þetta um tjáningu og svo mikið, mikið meira.

Hér er hlekkur á upprunalegu greinina:

https://i-d.vice.com/en_us/article/watch-the-empowering-video-highlighting-100-years-of-hijab-fashion?utm_source=idfbus

Hér má sjá meira frá Muslim girl – Muslim women talk back

Augljóslega eru ekki öll íslömsk ríki talin með í þessu myndbandi frá muslimgirl.com. Mörg lönd í Afríku eins og t.d. Nigería, Súdan og Marokkó eru þar undanskilin. Í yfirlýsingu frá muslimgirl.com segjast þau ætla framleiða fleiri myndbönd við þessa seríu þar sem fleiri lönd verða tekin fyrir.

Hijab er augljóslega eldfimt málefni, ekki síst á okkar tímum og það getur verið erfitt að setja sig inn í þessa umræðu þar sem hún brennur á mörgum og úr ýmsum áttum.

Hér eru nokkrar greinar sem varða hijab klæðnað eða afklæðnað:

Myndir frá mótmælum í Teheran 1979:

https://nytlive.nytimes.com/womenintheworld/2015/09…

Safiya Alfaris og hvers vegna hún styður No Hijab Day:

https://sister-hood.com/safiya-alfaris/why-i-remove…

Stutt um mótmælin i Sarajevo vegna bannsins á hijab slæðunni:

https://www.bbc.com/news/world-europe-35518768

Hip Hop hijabis frá Bristol:

https://www.dailymail.co.uk/femail/article-3002203/…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing