Það
sem kemur upp í hugann
þegar ég
hugsa um hönnun Hildar Yeoman
er kögur, hekl, dimmir litir,
ametist, hvítt, en aðallega
hugsa ég prent. Hún
hefur hannað línur
þar sem prentið á sína
sögu og táknmyndir.
Það hefur
fjallað um kristalla og
lækningamátt
jurta.
Nýjasta
verk Hildar Yeoman er innsetningin Transcendence og er hún
hluti af Listahátið í
Reykjavík.
Transcendence
er staðurinn á milli
meðvitundar og
meðvitundarleysis. Staður
þar sem draumar búa,
martraðir og ofskynjanir en
einnig er þetta staður
til að dvelja á í
kyrrð.
Að láta
sig fljóta og heillast af þessu
kunnuglega en í senn framandi,
því sem
við stjórnum
ekki með huganum.
Í sköpun
sinni sækir Hildur innblástur
í upplifanir þar
sem skynjun, táknmyndir,
persónueinkenni, tónlist,
myndlist og andrúmsloft leika
stór hlutverk og tvinnast saman
í nýja
heima.
Í sýningunni
tengjast ólíkir
angar saman og margir listamenn koma að því
að skapa
þennan heim.
Ljósmyndari:
Saga Sigurðardóttir
Myndlistamaður:
Daníel Björnsson
Vídeólistamaður:
Máni Sigfússon
Tónlist:
Samaris
Danshöfundur:
Valgerður Rúnarsdóttir
Opnun
sýningarinnar verður
3. júni í
Lækningaminjasafni
Íslands, Neströð,
kl 20.00
Á opnuninni
verður lifandi tónlist
og gjörningar tengdir verkum
Hildar.
Orð: Síta Valrún