Auglýsing

Hvað er „Running Man“ áskorunin?

Nýjasta „trend-ið“ á internetinu í dag er hin svokallaða „Running Man“ áskorun, en hún minnir jafnframt á önnur vinsæl „trend“ í sögu netsins, sem og „Harlem Shake-ið“ og „Ice Bucket“ áskorunina.

Áskorunin byrjaði með tveimur körfuboltamönnum í Maryland háskóla í Bandaríkjunum, þeim Jaylen Brantley og Jared Nickens, og er hugmyndin á bakvið þetta uppátæki afar einföld: áhugasamir dansa „running man“ dansinn í takt við gamla slagarann My Boo eftir Ghost Town DJ’s, sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum.

Fyrsta myndbandið var birt fyrir þremur vikum síðan og virðist nú tískan vera komin á ákveðið flug.

Nýjasta myndbandið má sjá hér fyrir ofan, en þar stíga lögreglumenn í Nýja Sjálandi dansinn af mikilli innlifun.

Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri myndbönd (ásamt lagið í heild sinni).


Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing