Í bílnum
Í síðustu viku kíkti SKE á rúntinn með Þuríði Blævi Jóhannsdóttur (sjá hér fyrir ofan) en ásamt því að grípa reglulega í hljóðnemann með Reykjavíkurdætrum leikur hún einnig eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu.
Blær hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í leikritinu en í sýningunni leikur hún ónefndan strák. Hér fyrir neðan er brot af þeim ummælum sem gagnrýnendur hafa látið falla í garð Blævar:
„Í Himnaríki og helvíti sýnir Þuríður Blær þá miklu og sjaldgæfu hæfileika sem hún geymir og ber sýninguna alla á baki sínu í hlutverki hins ónefnda stráks.“ (Sigríður Jónsdóttir / Vísir.is)
Nánar: https://www.visir.is/g/20181801…
„Þuríður Blær Jóhannsdóttir nýtir tækifærið og slær rækilega í gegn í hlutverki stráksins. Hún dregur upp einlæga, sannfærandi og kraftmikla mynd af þessum ljúflingi …“ (Bryndís Schram / Dv.is)
Nánar: https://www.dv.is/menning/2018/…
„Hvað sem öðru líður er Himnaríki og helvíti falleg sýning og vel þess virði að sjá, þótt ekki væri nema til þess að kynnast söguheimi Jóns Kalmans Stefánssonar – sá söguheimur er okkar sameiginlegi menningararfur – og til að sjá leiksigur Þuríðar Blær Jóhannesdóttur í hlutverki Stráksins!“ (Jakob S. Jónsson / Kvennablaðið)
Nánar: https://kvennabladid.is/2018/02…
Aðspurð hvort að rappið hafi auðveldað henni að nálgast hlutverk stráksins í verkinu sagðist Blær ekki halda það:
„Ég er bara ekkert þannig séð mjög mikið að leika neinn strák. Ég er bara ég í strákafötum og ég er ekkert eitthvað mjög kvenleg þannig. Þið vitið: Hvað er það að vera kvenlegur? Ég er heldur ekkert mjög karlmannleg. En ég er kannski alveg töffari.“
– Þuríður Blær Jóhanndsóttir
SKE hvetur lesendur til þess að tryggja sér miða á Himnaríki og helvíti (það eru aðeins þrjár sýningar eftir) sem og að sjá kvikmyndina Svanurinn sem er til sýningar í Háskólabíó.
Borgarleikhúsið: https://www.borgarleikhus.is/s…
Kvikmyndir.is: https://kvikmyndir.is/mynd/?id…