Auglýsing

Hvað segja fötin þín um þig? (fyrsti kapítuli)

Það
hvernig manneskjan
klæðir sig segir ýmislegt um manneskjuna. Í raun má segja að tíska
sé leið fyrir manneskjuna að tjá sig í gegnum fötin sín, án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Í
tískuheiminum senda ákveðin föt ákveðin skilaboð til
umheimsins en
því miður virðast sumir vera algjörlega ólæsir á þessi
skilaboð.

Verandi
vænt og göfuglynt tímarit sem ber ávallt hag lesanda sinna fyrir
brjósti, hefur SKE ákveðið að túlka þessi skilaboð í þágu
lesendahóps okkar:

Sjáðu:

1.
Að vera í engum fötum í návist annarrar manneskju tjáir
manneskjunni að þér langi til þess að stunda kynferðismök með
henni. Að bera leðurgrímu og ginkefli tjáir manneskjunni að þú
viljir að hún aðstoði þig við að meta teygjanleika endaþarms
þíns.

2.
Að ganga í nokkrum lögum af fatnaði gefur til kynna að þér sé
kalt. Að vera í Speedo sundskýlu lýsir ákveðnu öryggi með
mikilfengleika bögguls („package“) þíns –
og vekur yfirleitt óþægindi í brjóstum annarra sundgesta.

3.
Að ganga í kvartbuxum gefur til kynna að þú hafir til að bera,
einvörðungu, þrjá fjórðu af vitsmunum. Að ganga í Crocs skóm
staðfestir að þú sért með öllu heilalaus.

4.
Að klæðast jakkafötum og vesti (sumsé, „three-piece suit“) tjáir umheiminum að þú sért á
leiðinni einhvert. Að klæðast svörtum smókingjakkabol tjáir
umheiminum að þú sért ekki á leiðinni neitt, í augnablikinu,
og í lífinu, almennt.

5.
Að ganga í vel sniðnum jakkafötum er til marks um evrópska
fagmennsku. Að vera í alltof víðum jakkafötum, sem ýkja útlínur
líkama þíns, staðfestir að þú sért frá Bandaríkjunum.

6.
Að setja upp falleg Ray Ban gleraugu lætur í ljós að þú hafir
varið fjármunum þínum skynsamlega. Að setja upp Shutter Shades
er til marks um að þú eigir að vera sviptur fjárræði.

7.
Að klæðast skyrtu með háskólapeysu bundna um mittið lýsir
meyjarlegu vanhæfi í svefnherberginu. Að ganga í opnum söndulum
og sokkum er einlæg ósk um ævilangt skírlífi.

Þetta
eru bara örfá dæmi um þau skilaboð sem þú gætir verið að dreifa til umheimsins. Farið varlega, lesendur góðir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing