Auglýsing

Illa farið með Trump og Hillary í Photoshop

Önnur kappræða bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fór fram í nótt, en eins og frægt er orðið hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund í aðdraganda kappræðnanna með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér.

Í grein sem birtist á Vísi í morgun segir stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir að Donald Trump hafi ekki verið neitt sérstaklega málefnalegur í kappræðunum sjálfum (https://www.visir.is/silja-bara-um-kappraedurnar–e…):

„Enginn frambjóðandi hefur nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“

– Silja Bára Ómarsdóttir (aðjúnkt við stjórnmáladeild Háskóla Íslands)

Í kjölfarið á kappræðunum fór sérdeilis kómískur þráður af stað á vefsíðunni Reddit, sem er í fullkomnum takti við þessa farsakennda þróun konsingabaráttunnar, en þar kepptust notendur síðunnar um að fótósjoppa mjög svo skondið myndbrot frá kappræðunum.

Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing