Auglýsing

Ísland sem önnur pláneta: ótrúlegt myndband

Það virðist vera talsverður áhugi á Íslandi sem tökustað fyrir tónlistarmyndbönd. Í síðasta mánuði komu Kim Kardashian og Kanye West til landsins og töldu margir erlendir blaðamenn að ástæðan fyrir ferðinni væri sú að Kanye West hyggðist skjóta tónlistarmyndband á Íslandi. Á svipuðum tíma gaf M.I.A. út myndband við lagið Rewear It í samstarfi við tískufyrirtækið H&M sem var að hluta til tekið upp á landinu. Stuttu seinna gaf hljómsveitin El Perro Del Mar út myndband við Red Hot Chili Peppers ábreiðuna Breaking the Girl undir leikstjórn Fred Armisen (Portlandia, Documentary Now) en myndbandið gerist einnig að hluta til á Íslandi. Fred Armisen skaut svo annað myndband við lagið Mountain fyrir Neil Michael Hagerty & The Howling Hex sem gerist alfarið á fréttastofa RÚV (Fred Armisen var staddur á Íslandi síðasta sumar til þess að taka upp efni fyrir Documentary Now).

Nú í gær gaf svo kanadíska hljómsveitin Golden Ears út myndband við lagið Can’t Last. Í myndbandinu má sjá vegvilltan geimfara ráfa um fallegustu staði landsins og þykir starfsmönnum SKE þetta sérstaklega vel heppnað myndband sem málar Ísland í sinni réttu mynd: sem aðra plánetu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing