Grínistinn Jay Pharoah kíkti við í Hot Ones hljóðverið fyrir stuttu og tók hann með sér nokkra heimsþekkta vini sína – eða brá hann sér í gervi þeirra, að minnsta kosti. Þessi hæfileikaríka eftirherma brá sér meðal annars í hlutverk DMX, Will Smith, Denzel Washington, Jay-Z, Eddie Murphy og Gollum úr Hringadróttinssögu á meðan að hann gæddi sér á sterkum sósum frá Hot Ones (hot sauce).
Myndbandið er að finna á Youtube rásinni First We Feast, þar sem poppmenning og matargerð mætast.