Auglýsing

Joey Christ, Elli Grill, Black Pox, o.fl.

Íslenskt

Tímabilið 27. maí til 12. júní telur 15 daga. 15 dagar er ekki langur tími – en þó; hvað íslenskt Hip-Hop árið 2017 varðar getur heilmikið gerst á stuttum tíma. SKE tók saman nokkur góð lög sem voru gefin út á íslensku rappsenunni á þessu rúmu tveggja vikna tímabili. Gjörið svo vel:

Joey Christ – Joey Cypher feat. Aron Can, Herra Hnetusmjör og Birnir

Síðastliðinn 27. maí frumflutti Joey Christ lagið Joey Cypher í útvarpsþættinum Kronik á X-inu 977. Stuttu síðar var myndband við lagið frumsýnt á Prikinu og frá því að myndbandið kom út á Youtube hefur það verið spilað rúmlega 80.000 sinnum. Er þetta að öllum líkindum sumarsmellur ársins. Hér fyrir neðan má einnig sjá Joey Christ, Herra Hnetusmjör og Birnir semja vísur að munni fram í Kronik. 

Elli Grill – Kadillak draumar feat. Úlfur Úlfur og Kött Grá Pje

Elli Grill sendi frá sér sína fyrstu hljóðversplötu um daginn. Platan ber titilinn Þykk Fitan Vol. 5 og skartar jafnframt góðum gestumUppáhalds lag SKE er án efa Múffan (Olían) en einnig er vert að minnast á lagið Kadillak draumar þar sem Grillarinn rappar rapp ásamt Úlfi Úlf og Kött Grá Pje. Mjög gott kaffi. Platan er aðgengileg á Spotify. Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal Róberts Arons við Ella Grill frá því í byrjun júní. 

Black Pox – ATM

Rapparinn Black Pox hefur getið sér gott orð undanfarin misseri og þá sérstaklega með útgáfu laga á borð við Feluleikur og Leyndo. Síðastliðinn 6. júní ákvað rapparinn að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice í Laugardalnum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið ber titilinn ATM og er vafalaust með betri lögum sem Black Pox hefur gefið út. Þess má einnig geta að rapparinn kíkti við í hljóðver SKE í síðustu viku og er myndband af herlegheitunum væntanlegt á allra næstu dögum. 

XXX Rottweiler – Kim Jong-un 

Bent Ooojjj

Síðastliðinn 2. júní kíkti Bent við í útvarpsþáttinn Kronik og frumflutti lagið Ooojjj í beinni (sjá hér fyrir neðan). Myndband af flutningi lagsins rataði inn á Facebook fyrir stuttu og hefur það vakið verðskuldaða athygli. Þess má einnig geta að deginum áður en Bent frumflutti Ooojjj (1. júní) kom lagið Kim Jong-un eftir Rottweiler út á Youtube: frábært myndband. 

Flóni – Tala saman

Tónlistarmaðurinn Flóni var gestur útvarpsþáttarins Kronik síðastliðið laugardagskvöld. Tilefni heimsóknarinnar var kynning á laginu Tala saman sem kom út 4. júní. Myndband af viðtalinu mun rata inn á Ske.is á næstu dögum en hér fyrir neðan má hlýða á lagið Tala saman á Spotify. 

Geisha Cartel – 10 bleikir simar

Geisha Cartel frumsýndi myndband við lagið 10 bleikir símar á Prikinu síðastliðið laugardagskvöld (10. júní) – og þá við mjög hlýjar móttökur. Myndbandið var unnið í samstarfi við íslenska „streetwear brand-ið“ CCTV sem mun frumsýna sína fyrstu fatalínu eftir u.þ.b. tvær vikur.

Vald Wegan  – Útivera EP

Þeir Fonetik Simbol og Vald Wegan sendu frá sér plötuna Útivera síðastliðin 10. júní. Platan er fáanleg á stafrænu formi og á hljóðsnældu á Bandcamp (en aðeins voru 50 stk framleidd af hljóðsnældunni). Platan er pródúseruð af Fonetik Simbol og gestarappari plötunnar er Class B. Þess má einnig geta að myndband við lagið Biðin kom út 30. janúar (sjá hér fyrir neðan). 

Alfreð Drexler – TYPE 2

Alfreð Drexler er fjári lunkinn taktsmiður. Nýverið sendi hann frá sér lagið TYPE 2 á Soundcloud og naut SKE hlustunarinnar svo sannarlega vel. 

G. Marís – Future Love 

G. Marís hefur svo sannarlega verið iðinn við kolann undanfarnar vikur. Lagið Future Love kom út 8. júní; skemmtilegt lag og áhugavert myndband.  

Balcony Boyz – Langar nætur

Meira efni er væntanlegt frá strákunum í Balcony Boyz í sumar.

Nvre$t, B-LeoWhat You Say

19 ára gamall rappari frá Akureyri sendi nýverið frá sér lagið What You Say á Spotify. 

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á sambærilega grein sem kom út í lok maí á SKE. Um ræðir stutt yfirlit yfir allt það ferskasta í íslensku rappi í maí en þá komu út lög og myndbönd eftir Countess Malaise, Fever Dream, Huginn, Smjörva og fleiri. 

https://ske.is/grein/maimanudur…

Að lokum er svo við hæfi að deila með lesendum myndbandi við nýja útgáfu lagsins Skólarapp unnið fyrir Dag rauða nefsins (UNICEF). 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing