Auglýsing

Kaffibrennslan

Kaffibrennslan á Laugaveginum hefur fengið mikla aðsókn frá

miðbæjarbúum síðan hún opnaði fyrir tveimur árum, enda ekki að

ástæðulausu þar sem þeir eru með dýrindis kaffi og flottan matseðil. SKE

kíkti við í seinustu viku til að smakka matinn hjá þeim. Það þótti heldur

ánægjuleg ferð en útsendararnir fengu að smakka breitt úrval af

samlokum og voru þær allar gómsætar. Klúbbsamlokan stóð þó verulega

uppúr en á henni var kjúklingur, beikon, skinka, ostur, tómatur og kál og

var hún borin fram með kartöfluflögum. Eins og dyggir lesendur vita er

SKE með veikan blett fyrir bearnaise sósu og var henni bætt við til hliðar.

Og ekki skemmir fyrir að þeir eru með sanngjörn verð.

Kaffibrennslan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing