Auglýsing

Kött Grá Pje fær sér húðflúr – SKE slæst í för (myndband)

Í síðustu viku slóst SKE í för með ljóðskáldinu og kattarvininum Atla Sigþórssyni – betur þekktur sem Kött Grá Pje – á húðflúrstofuna Memoria en hann fékk sér húðflúr til heiðurs ketti sínum Kalika (sjá hér fyrir ofan). SKE spurði hann spjörunum úr á meðan hann sat í stólnum.

Líkt og fram kemur í viðtalinu gaf Kött Grá Pje nýverið út ljóðabókina Hin svarta útsending en um ræðir þriðju bókina sem Kötturinn gefur út. 

„Þetta eru svona örsögur eiginlega; hálfgildings ljóð, hálfgildings kjaftæði, þvættingur. Í fyrra gaf ég út svona tiltölulega bjartsýna bók sem heitir ,Perurnar í íbúðinni minni’ eða það eru tiltölulega fá dauðsföll og misþyrmingar eru í lágmarki. Mér fannst ég þurfa að vega upp á móti því. Þessi bók er hryllilega ,morbid’ og andstyggileg.“

– Kött Grá Pje

Að lokum má þess geta að í viðtalinu (sumsé þeim hluta viðtalsins sem rataði ekki á netið) kom fram að ljóðskáldið ætlaði hugsanlega að byrja aftur að rappa en eins og frægt er orðið tilkynnti Kött Grá Pje landsmönnum í ár að hann væri búinn að leggja hljóðnemann á hilluna. Góðar fréttir fyrir íslensku rappsenuna. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing